Lífið

Pierce Brosnan sannur Bond?

Pierce Brosnan er ekki eins mikil hetja í raunveruleikanum og á hvíta tjaldinu
Pierce Brosnan er ekki eins mikil hetja í raunveruleikanum og á hvíta tjaldinu MYND/Getty Images

Leikarinn Pierce Brosnan, sem hvað þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem njósnarinn James Bond, er ekki jafn mikill Bond í raunveruleikanum og á hvíta tjaldinu. Hann var á leið frá Kauai til Los Angeles með United Airlines þegar vélin þurfti skyndilega að millilenda í Honolulu vegna veikinda eins farþegans. NY Post greinir frá þessu.

Þegar flugfreyja notaði kallkerfi vélarinnar til að spyrja hvort læknir væri um borð snéri Emily Frances, sem er útvarpskona Vestanhafs, sér að Pierce og sagði: ,,Koma svo, þú ert James Bond. Ættir þú ekki að geta gert eitthvað í þessu?" Svaraði Pierce þessu glottandi og sagði: ,,Því miður get ég það bara í kvikmyndunum".






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.