Lífið

Anna Nicole átti í ástarsambandi við konu

Anna Nicole Smith var sannarlega falleg kona
Anna Nicole Smith var sannarlega falleg kona MYND/Getty Images

Það er engin lognmolla í kring um andlát Önnu Nicole Smiths. Nú er hefur komið fram að Anna Nicole átti í ástarsambandi við konu að nafni Sandi Powledge áður en hún giftist auðkýfingnum J. Howard Marshall. Sandi, sem nú er 46 ára, segir þær hafa kynnst á skemmtistað fyrir samkynhneygða árið 1991 og þær hafi verið saman í þrjú ár.

Segir Sandi Önnu Nicole hafa átt við vímuefnavandamál að stríða og að hún telji að andlát sonar hennar Daniels í fyrra hafi orðið henni að falli. Þó hafi þær ekki talast við eftir sambandslitin. Kemur þetta fram í dagblaðinu The Houston Cronicle.

Ástarlíf Önnu Nicole virðast því síður en svo einfaldast en þrír menn deila nú um faðerni dóttur hennar Dannielynn sem er aðeins nokkurra mánaða gömul.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.