Lífið

Eminem hvatti Kim til sjálfsmorðstilraunar

Kim Mathers og Eminem. Það hefur á ýmsu gengið í sambandi þessa tveggja.
Kim Mathers og Eminem. Það hefur á ýmsu gengið í sambandi þessa tveggja.

Rapparinn Eminem hefur í mörg ár átt í stormasömu sambandi við æskuást sína, Kim Mathers. Eru þau tvígift og -skilin og hafa því gengið í gegn um súrt og sætt saman. Nú hefur Kim viðurkennt að hún hafi reynt að fyrirfara sér vegna framferðis Eminem í hennar garð.

Fékk Kim nóg eftir að hafa farið á tónleika Eminem þar sem hann söng lag sem fjallaði um hana. Var hann með uppblásna dúkku sem líktist Kim á sviðiðnu og barði á henni meðan hann flutti lagið. Þetta fyllti mælinn og Kim reyndi í kjölfarið að fyrirfara sér. Þetta kemur fram í viðtali við Kim í sjónvarpsþættinum The Dr. Keith Ablow show, sem sýndur verður Vestanhafs á morgun. Það hefur því ekki verið eintóm hamingja að vera gift rapparanum vinsæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.