Lífið

Ekkert samkomulag við Mills

Hjónakornin á góðgerðarsamkomu í nóvember 2005.
Hjónakornin á góðgerðarsamkomu í nóvember 2005. MYND/Getty Images

Lögfræðingar Heather Mills McCartney neita að samkomulag hafi náðst í einu mest umtalaða skilnaðarmáli allra tíma. Lögfræðifyrirtækið Mishcon de Reya sem sér um skilnaðarmálið fyrir Mills segir ekkert hæft í þeim fréttum að tilboð um samkomulag hafi borist frá Paul McCartney. Tímaritið News of the World greindi frá því að samkomulag hefði náðst um að Paul greiddi Mills rúmlega fjóra milljarða.

Paul McCartney og Heather Mills hófu skilnaðarferlið í júlí, en hjónin höfðu verið gift í fjögur ár og eiga saman dótturina Beatrice, sem er þriggja ára. Lögfræðingar Mills segja hana orðið fyrir rógi og óhróðri og að hún geti sig varla hreyft þar sem ljósmyndarar sitji fyrir henni.

Lafði McCartney tilkynnti í október að hún hygðist lögsækja þrjú dagblöð fyrir rangar, skemmandi og mjög truflandi fullyrðingar vegna skilnaðarins.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.