Með tyggjó og túberað hár 10. janúar 2007 13:34 Með tyggjó og túberað hár Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Um þessar mundir rifjar Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Föstudaginn 12. janúar verður opnuð ný sýning þar sem brugðið er upp myndum Kristjáns og Ingimundar af táningum frá sama tíma með tilheyrandi bítli og sveiflu. Hugmyndin um táninga varð til um miðja síðustu öld þegar fólki á milli barnæsku og fullorðinsára gafst í fyrsta sinn tími til hlusta á tónlist, fylgjast með tískunni og eyða tíma í hangs á götuhornum og sjoppum. Verkaskipting þéttbýlisins gerði hlut vinnunnar hjá táningum minni nema þá í sérstökum unglingastörfum svo sem blaðasölu, barnagæslu og unglingavinnunni svokölluðu. Unglingar sjöunda áratugarins stóðu á mótum tveggja samfélaga: sveitasamfélagsins sem foreldrar þeirra voru í sterkum tengslum við og borgarsamfélagsins sem var enn í mótun og oftar en ekki fordæmt sem stía óráðsíu og svínarís. Þá fóru sumar stúlkur á húsmæðraskóla en aðrar fóru í menntaskóla eins og tákn fyrir leiðir fortíðar og framtíðar. Pör tvistuðu og gítarinn var tekinn með á Húsafellshátíð. Sjoppur urðu heimatilbúnar félagsmiðstöðvar sem agnúast var útí í fjölmiðlum Sjoppur urðu heimatilbúnar félagsmiðstöðvar sem agnúast var útí í fjölmiðlum um leið og gosdrykkja og sælgætisát var fordæmt. Og svo var það hárið, sem reis marga sentimetra upp, túberað og spreijað á stúlkunum og eins og sjá má á myndunum, þá létu strákarnir sig heldur ekki vanta á hárgreiðslustofurnar. Bítlaæðið sem oft hefur verið sýnt með myndum af grátandi stúlkum náði líka til Íslands þar sem Hljómar voru umkringdir aðdáendum í porti niður í bæ og unglingalýðurinn trylltist á hljómleikum Blue Jeans í Austurbæjarbíói. Táningar þá eins og unglingar nú glímdu við fordóma samfélagsins, eigið taumleysi og tilraunastarfsemi. Unglingar á hverjum tíma virðist hafa sérstakan hæfileika til að taka á taugar þeirra sem eldri eru - það hefur lítið breyst frá 1962. En svo sjáum við fortíðina oftast í rósrauðum bjarma og vitum að heimsósómatalið þá var á veikum grunni byggt því æskan þá er þjóðin nú. Kristján og Ingimundur MagnússynirTvíburabræðurnir Kristján og Ingimundur voru Reykvíkingar fæddir árið 1931. Þeir voru báðir iðnmenntaðir áður en þeir fóru að fást við ljósmyndun. Kristján lærði húsgagnabólstrun, en Ingimundur trésmíði. Síðar störfuðu þeir báðir sem ljósmyndarar og luku prófi í þeirri grein. Á 7. áratugnum störfuðu þeir við blaðaljósmyndun. Ingimundur myndaði fyrir Vísi en Kristján fyrir Vikuna og Tímann. Þeir mynduðu það sem var að gerast á hverjum tíma, en ekki síður hversdagslega atburði í samtímanum. Kristján varð smám saman einn helsti tískuljósmyndari landsins. Frá 1978-1998 ráku þeir saman ljósmyndastofu sem sinnti margþættum verkefnum. Við andlát Kristjáns árið 2003 var Þjóðminjasafni Íslands afhent myndasafn bræðranna til varðveislu. Það er Þjóðminjasafninu sönn ánægja að sýna brot úr safni þeirra bræðra og með því varpa ljósleiftri á liðna tíð og leyfa okkur að vera áhorfendur að fortíðinni. Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Sjá meira
Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Um þessar mundir rifjar Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Föstudaginn 12. janúar verður opnuð ný sýning þar sem brugðið er upp myndum Kristjáns og Ingimundar af táningum frá sama tíma með tilheyrandi bítli og sveiflu. Hugmyndin um táninga varð til um miðja síðustu öld þegar fólki á milli barnæsku og fullorðinsára gafst í fyrsta sinn tími til hlusta á tónlist, fylgjast með tískunni og eyða tíma í hangs á götuhornum og sjoppum. Verkaskipting þéttbýlisins gerði hlut vinnunnar hjá táningum minni nema þá í sérstökum unglingastörfum svo sem blaðasölu, barnagæslu og unglingavinnunni svokölluðu. Unglingar sjöunda áratugarins stóðu á mótum tveggja samfélaga: sveitasamfélagsins sem foreldrar þeirra voru í sterkum tengslum við og borgarsamfélagsins sem var enn í mótun og oftar en ekki fordæmt sem stía óráðsíu og svínarís. Þá fóru sumar stúlkur á húsmæðraskóla en aðrar fóru í menntaskóla eins og tákn fyrir leiðir fortíðar og framtíðar. Pör tvistuðu og gítarinn var tekinn með á Húsafellshátíð. Sjoppur urðu heimatilbúnar félagsmiðstöðvar sem agnúast var útí í fjölmiðlum Sjoppur urðu heimatilbúnar félagsmiðstöðvar sem agnúast var útí í fjölmiðlum um leið og gosdrykkja og sælgætisát var fordæmt. Og svo var það hárið, sem reis marga sentimetra upp, túberað og spreijað á stúlkunum og eins og sjá má á myndunum, þá létu strákarnir sig heldur ekki vanta á hárgreiðslustofurnar. Bítlaæðið sem oft hefur verið sýnt með myndum af grátandi stúlkum náði líka til Íslands þar sem Hljómar voru umkringdir aðdáendum í porti niður í bæ og unglingalýðurinn trylltist á hljómleikum Blue Jeans í Austurbæjarbíói. Táningar þá eins og unglingar nú glímdu við fordóma samfélagsins, eigið taumleysi og tilraunastarfsemi. Unglingar á hverjum tíma virðist hafa sérstakan hæfileika til að taka á taugar þeirra sem eldri eru - það hefur lítið breyst frá 1962. En svo sjáum við fortíðina oftast í rósrauðum bjarma og vitum að heimsósómatalið þá var á veikum grunni byggt því æskan þá er þjóðin nú. Kristján og Ingimundur MagnússynirTvíburabræðurnir Kristján og Ingimundur voru Reykvíkingar fæddir árið 1931. Þeir voru báðir iðnmenntaðir áður en þeir fóru að fást við ljósmyndun. Kristján lærði húsgagnabólstrun, en Ingimundur trésmíði. Síðar störfuðu þeir báðir sem ljósmyndarar og luku prófi í þeirri grein. Á 7. áratugnum störfuðu þeir við blaðaljósmyndun. Ingimundur myndaði fyrir Vísi en Kristján fyrir Vikuna og Tímann. Þeir mynduðu það sem var að gerast á hverjum tíma, en ekki síður hversdagslega atburði í samtímanum. Kristján varð smám saman einn helsti tískuljósmyndari landsins. Frá 1978-1998 ráku þeir saman ljósmyndastofu sem sinnti margþættum verkefnum. Við andlát Kristjáns árið 2003 var Þjóðminjasafni Íslands afhent myndasafn bræðranna til varðveislu. Það er Þjóðminjasafninu sönn ánægja að sýna brot úr safni þeirra bræðra og með því varpa ljósleiftri á liðna tíð og leyfa okkur að vera áhorfendur að fortíðinni.
Mest lesið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Sjá meira