Á harða, harða spretti... 7. júlí 2007 06:00 Á nýafstaðinni alþjóðlegri ráðstefnu um mænuskaða sem haldin var hér á landi kom í ljós að alvarlegum slysum í hestamennsku fer fjölgandi hér. Algengasta ástæða hestaslysa er fall af baki þar sem höfuð, háls og bak verða oft fyrir miklum áverkum. Þessi auknu slys vekja nokkurn ugg og jafnframt spurningar um hvernig sporna megi við þessari þróun. Þótt hjálmanotkun sé mikil í hestamennsku á Íslandi, kemur hjálmurinn þó ekki í veg fyrir annars konar áverka, eins og beinbrot og hálsáverka. „Fall af hestbaki“ er tilgreint sem helsta ástæða hestaslysa. Hestar eru óútreiknanlegar skepnur. Þeir eru flóttadýr og taka því á rás ef þeir óttast eitthvað í umhverfinu. Ef hestur fælist geta viðbrögð knapans skipt sköpum um hvort slys verður eða ekki. Óreyndur hestamaður getur fallið illa af baki. Þá er það því miður algengt að of viljugir og/eða viðkvæmir hestar séu settir undir byrjendur og lítt vana knapa. Fólk ofmetur getu sína og telur sig geta riðið hvaða hesti sem er. Eigandi hestsins tekur það því miður trúanlegt – oft með skelfilegum afleiðingum. Nú eru hestaferðir í algleymi og því ríður á að menn fari að öllu með gát í þessum efnum. Góð regla er að setja fyrst rólegan og alþægan hest undir þann óvana til þess að athuga getu hans og fikra sig svo uppá við. Hestur sem blindrýkur er eins og stjórnlaust ökutæki og knapinn því í stórhættu. Það er líka mikilvægt að reiðtygi séu rétt stillt og hæfi þeim sem notar þau. Ístöð eiga helst að vera opin þannig að knapinn dragist ekki með hestinum ef hann fellur af baki. Þá er aldrei of oft minnst á nauðsyn þess að þau séu rétt stillt miðað við fótleggjalengd knapans. Við skulum þó alltaf minnast þess að hesturinn er lifandi skepna sem getur hnotið eða dottið og þá er fátt til ráða annað en að hafa öryggisbúnaðinn á hreinu, þ.e. opin ístöð, ístaðsólar með öryggisfestingu og góðan reiðhjálm. Þá er vert að ítreka þá staðreynd að áfengi og hestamennska fer illa saman og er oft ástæða alvarlegra slysa.Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstaðinni alþjóðlegri ráðstefnu um mænuskaða sem haldin var hér á landi kom í ljós að alvarlegum slysum í hestamennsku fer fjölgandi hér. Algengasta ástæða hestaslysa er fall af baki þar sem höfuð, háls og bak verða oft fyrir miklum áverkum. Þessi auknu slys vekja nokkurn ugg og jafnframt spurningar um hvernig sporna megi við þessari þróun. Þótt hjálmanotkun sé mikil í hestamennsku á Íslandi, kemur hjálmurinn þó ekki í veg fyrir annars konar áverka, eins og beinbrot og hálsáverka. „Fall af hestbaki“ er tilgreint sem helsta ástæða hestaslysa. Hestar eru óútreiknanlegar skepnur. Þeir eru flóttadýr og taka því á rás ef þeir óttast eitthvað í umhverfinu. Ef hestur fælist geta viðbrögð knapans skipt sköpum um hvort slys verður eða ekki. Óreyndur hestamaður getur fallið illa af baki. Þá er það því miður algengt að of viljugir og/eða viðkvæmir hestar séu settir undir byrjendur og lítt vana knapa. Fólk ofmetur getu sína og telur sig geta riðið hvaða hesti sem er. Eigandi hestsins tekur það því miður trúanlegt – oft með skelfilegum afleiðingum. Nú eru hestaferðir í algleymi og því ríður á að menn fari að öllu með gát í þessum efnum. Góð regla er að setja fyrst rólegan og alþægan hest undir þann óvana til þess að athuga getu hans og fikra sig svo uppá við. Hestur sem blindrýkur er eins og stjórnlaust ökutæki og knapinn því í stórhættu. Það er líka mikilvægt að reiðtygi séu rétt stillt og hæfi þeim sem notar þau. Ístöð eiga helst að vera opin þannig að knapinn dragist ekki með hestinum ef hann fellur af baki. Þá er aldrei of oft minnst á nauðsyn þess að þau séu rétt stillt miðað við fótleggjalengd knapans. Við skulum þó alltaf minnast þess að hesturinn er lifandi skepna sem getur hnotið eða dottið og þá er fátt til ráða annað en að hafa öryggisbúnaðinn á hreinu, þ.e. opin ístöð, ístaðsólar með öryggisfestingu og góðan reiðhjálm. Þá er vert að ítreka þá staðreynd að áfengi og hestamennska fer illa saman og er oft ástæða alvarlegra slysa.Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun