Þyrlan líklega ónýt vegna seltu Gissur Sigurðsson skrifar 17. júlí 2007 12:15 Komið var með þyrluna til lands í nótt og hún flutt í flugskýli í Reykjavík til rannsóknar. MYND/ Vilhelm Gunnarsson Þyrla Landhlegisgæslunnar, sem brotlenti í sjónum út af Straumsvík í gærkvöldi, var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Talið er að þyrlan, sem þjónað hefur hér við björgunarstörf í rúma tvo áratugi, sé ónýt þar sem selta komst í allan viðkvæman rafbúnað hennar. Að sögn Rannsóknanefndar flugslysa, sem hefur nú umsjón með þyrlunni, eru tildrög atviksins ókunn, en flugriti hennar verður sendur til aflestrar í Bretlandi. TF SIF er 22 ára af gerðinni Aerospatiale SA 365 Dauphine, smíðuð í Frakklandi. Hún varð fyrir alvarlegu áfalli í maí árið 2001, þegar hún lenti í mjög óvenjulegum veðuraðstæðum í lágflugi á sunnanverðu Snæfellslnesi. Þá svignaði stélið upp þannig að skrúfublöðin tættu úr stélinu og skjálfti kom á þyrluna. Flugmönnunum tókst strax að lenda henni áfallalaust og var hún endurbyggð eftir óhappið. Engar líkur benda til að slík skilyrði hafi myndast við Strumsvík í gær. Hún er tveggja hreyfla og á að geta flogið eðlilega, þó með takmörkunum, þótt annar hreyfillinn missi afl. Getgátur voru uppi um það fyrst eftir óhappið í gærkvöldi að hún hefði misst afl, en afar ólíklegt er að báðir hreyflar bili samtímis. Sér útbúnaður í henni er meðal annars hitamyndsjá, öflugt leitarljós og björgunarspil. Flotbelgirnir, sem héldu henni á floti, blásast sjálfkrafa út við lendingu á sjó. Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Þyrla Landhlegisgæslunnar, sem brotlenti í sjónum út af Straumsvík í gærkvöldi, var dregin til lands í nótt og flutt í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til rannsóknar. Vonast er til að upplýsingar úr flugrita hennar varpi ljósi á atburðinn. Talið er að þyrlan, sem þjónað hefur hér við björgunarstörf í rúma tvo áratugi, sé ónýt þar sem selta komst í allan viðkvæman rafbúnað hennar. Að sögn Rannsóknanefndar flugslysa, sem hefur nú umsjón með þyrlunni, eru tildrög atviksins ókunn, en flugriti hennar verður sendur til aflestrar í Bretlandi. TF SIF er 22 ára af gerðinni Aerospatiale SA 365 Dauphine, smíðuð í Frakklandi. Hún varð fyrir alvarlegu áfalli í maí árið 2001, þegar hún lenti í mjög óvenjulegum veðuraðstæðum í lágflugi á sunnanverðu Snæfellslnesi. Þá svignaði stélið upp þannig að skrúfublöðin tættu úr stélinu og skjálfti kom á þyrluna. Flugmönnunum tókst strax að lenda henni áfallalaust og var hún endurbyggð eftir óhappið. Engar líkur benda til að slík skilyrði hafi myndast við Strumsvík í gær. Hún er tveggja hreyfla og á að geta flogið eðlilega, þó með takmörkunum, þótt annar hreyfillinn missi afl. Getgátur voru uppi um það fyrst eftir óhappið í gærkvöldi að hún hefði misst afl, en afar ólíklegt er að báðir hreyflar bili samtímis. Sér útbúnaður í henni er meðal annars hitamyndsjá, öflugt leitarljós og björgunarspil. Flotbelgirnir, sem héldu henni á floti, blásast sjálfkrafa út við lendingu á sjó.
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira