Viðskipti innlent

Eignir íslenskra heimila aukast

Eignir íslenskra heimila hækkuðu um 1,1% í júlí frá fyrri mánuði samkvæmt Eignaverðsvísitölu Kaupþings.

„Vísitalan endurspeglar almenna eignasamsetningu heimila þar sem tekið er mið af þróun fasteigna-, hlutabréfa- og skuldabréfaverðs. Hækkunina í mánuðinum má bæði rekja til hækkana á fasteigna- og hlutabréfamarkaði. Skuldabréf lækkuðu lítillega í verði í mánuðinum í kjölfar hækkandi vaxtavæntinga eftir að Seðlabankinn birti spá um stýrivaxtaferil sem gaf til kynna að stýrivöxtum yrði haldið háum lengur en væntingar höfðu verið um,“ segir í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.

Greiningadeildin segir að á síðustu tólf mánuðum hafi eignir heimila hækkað að raunvirði um 14% sem að mestu leyti má rekja til hækkana á hlutabréfamarkaði. Tólf mánaða hækkun OMXI15 vísitölunnar mældist 64% í júlí, miðað við lokagildi í hverjum mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×