Stóriðjusovét Sjálfstæðisflokksins Árni Páll Árnason skrifar 1. febrúar 2007 00:01 Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orku-fyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu. Opinber orkufyrirtæki hafa notið sérréttinda til að reka raforkuver og hitaveitur. Þessara réttinda var upphaflega þörf til að tryggja okkur öllum ljós og hita í hús og orku til innlendrar atvinnustarfsemi. Í krafti þeirra höfðu fyrirtækin möguleika til að taka nauðsynlegar auðlindir eignarnámi og afla fjár til þeirra verkefna með ríkis-ábyrgð. Lítum á staðreyndir. Opinber orkufyrirtæki geta krafist eignarnáms á orkulindum sem þau vilja nota við orkuöflun til stóriðju. Ákvæði um eignarnám, sem sett voru til að tryggja öflun á orku til íslensks almennings, eru í dag misnotuð til að fyrirtækin geti sölsað undir sig orkuauðlindir án þess að greiða umráðamönnum þeirra markaðsverð í frjálsum viðskiptum. Þessi fyrirtæki afla sér ekki heldur lánsfjár á markaðskjörum, þar sem þau njóta ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga. Skattgreiðendur niðurgreiða því orkusölu til stóriðju. Þess vegna þarf aldrei að upplýsa um orkuverð, því erlendir lánardrottnar líta svo á þeir séu að lána ríkinu peningana. Ef Sjálfstæðisflokkurinn meinar eitthvað með sífri sínu um mikilvægi markaðslausna og nýfundinn áhuga á umhverfismálum getur hann gert tvennt í skyndi: Afnumið heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms nema þegar um er að ræða virkjanir í þágu almennings og bannað orkufyrirtækjum að afla fjár til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju nema með því að stofna um hana sérstök hlutafélög, sem þyrftu þá að afla fjár á markaðskjörum. Og þá myndi lítið þýða að halda orkuverðinu leyndu fyrir erlendum fjárfestum. Þetta myndi marka fyrstu teiknin um fráhvarf Sjálfstæðisflokksins frá sovéskum stjórnarháttum í efnahags- og atvinnulífi. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Forystumenn stjórnarflokkanna klifa nú á því að engin stóriðjustefna sé rekin af hálfu hins opinbera og ákvarðanir um virkjanir séu teknar í frjálsum viðskiptum milli orkukaupenda og orku-fyrirtækja. Þetta er tómur þvættingur. Staðreyndin er sú að Sjálfstæðisflokkurinn stendur vörð um sovéskt efnahagskerfi í stóriðjusölu. Opinber orkufyrirtæki hafa notið sérréttinda til að reka raforkuver og hitaveitur. Þessara réttinda var upphaflega þörf til að tryggja okkur öllum ljós og hita í hús og orku til innlendrar atvinnustarfsemi. Í krafti þeirra höfðu fyrirtækin möguleika til að taka nauðsynlegar auðlindir eignarnámi og afla fjár til þeirra verkefna með ríkis-ábyrgð. Lítum á staðreyndir. Opinber orkufyrirtæki geta krafist eignarnáms á orkulindum sem þau vilja nota við orkuöflun til stóriðju. Ákvæði um eignarnám, sem sett voru til að tryggja öflun á orku til íslensks almennings, eru í dag misnotuð til að fyrirtækin geti sölsað undir sig orkuauðlindir án þess að greiða umráðamönnum þeirra markaðsverð í frjálsum viðskiptum. Þessi fyrirtæki afla sér ekki heldur lánsfjár á markaðskjörum, þar sem þau njóta ábyrgðar ríkis eða sveitarfélaga. Skattgreiðendur niðurgreiða því orkusölu til stóriðju. Þess vegna þarf aldrei að upplýsa um orkuverð, því erlendir lánardrottnar líta svo á þeir séu að lána ríkinu peningana. Ef Sjálfstæðisflokkurinn meinar eitthvað með sífri sínu um mikilvægi markaðslausna og nýfundinn áhuga á umhverfismálum getur hann gert tvennt í skyndi: Afnumið heimildir orkufyrirtækja til eignarnáms nema þegar um er að ræða virkjanir í þágu almennings og bannað orkufyrirtækjum að afla fjár til raforkuuppbyggingar vegna stóriðju nema með því að stofna um hana sérstök hlutafélög, sem þyrftu þá að afla fjár á markaðskjörum. Og þá myndi lítið þýða að halda orkuverðinu leyndu fyrir erlendum fjárfestum. Þetta myndi marka fyrstu teiknin um fráhvarf Sjálfstæðisflokksins frá sovéskum stjórnarháttum í efnahags- og atvinnulífi. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar