Viðskipti innlent

Exista hækkaði um 5% í dag

Nú við lokun hlutabréfamarkaðarins í dag er grænt á nær öllum tölum í Kauphöllinni og úrvalsvísitalan hefur hækkað um tæp 3% yfir daginn. Mesta hækkunin hefur orðið á bréfum Exista eða 4,97%.

Af öðrum hækkunum má nefna að Bakkavör hækkaði um 3,97%, Landsbankinn um 3,33%, FL Group um 3,31% og Kaupþing banki um 3,22%. Eina lækkunin á markaðinum var á ICEQ verðbréfasjóði sem féll um 0.25%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×