Viðskipti innlent

Eimskip opnar skrifstofu í Japan

MYND/Vilhelm

Eimskip hefu opnað sína fyrstu skrifstofu í Japan. Það gerði félagið í dag og er opnunin liður í markvissri uppbyggingu Eimskips í Asíu eins og segir í tilkynningu frá félaginu.

Skrifstofan er sú fimmta í heimasálfunni og sú fyrsta utan Kína. Skrifstofan er staðsett í Tókýó og mun bjóða upp á alhliða flutningaþjónustu til fyrirtækja á japönskum markaði. Meðal þjónustuþátta í boði má nefna umboðsþjónustu í skipaflutningum, innflutnings og útflutningsþjónustu, ásamt frysti- og kælugeymslumöguleika. Þar að auki hefur Eimskip Japan nú þegar hafið rekstur á einu stórflutningaskipi.

Framkvæmdarstjóri Eimskip Japan er Yoshito Oyanagi, en hann hefur mikla reynslu af flutningastarfsemi í Japan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×