Innlent

Taka þátt í þrekraunakeppni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Liðsmenn Team Intersport Iceland voru hressir þegar þeir lögðu af stað í keppnina.
Liðsmenn Team Intersport Iceland voru hressir þegar þeir lögðu af stað í keppnina.
Fjórir íslenskir ævintýramenn taka þátt í þrekraunakeppni, sem fram fer á Grænlandi þessa dagana. Keppnin sem ber titilinn SIKU Extreme Arctic Challenge hófst í gær.

Íslenska liðið er skipað þrekraunamönnunum Ásgeiri Elíassyni, Gunnlaugi Júlíussyni, Stefáni Viðari og Trausta Valdemarssyni og kalla þeir sig „Team Intersport Iceland". Íslendingarnir voru í 4. sæti í lok gærdagsins, að sögn Bryndísar Baldursdóttur, eiginkonu Ásgeirs.

Samkvæmt Bryndísi hófst keppnin í gær á kanóróðri yfir 5 kílómetra breiðan fjörð. Á bakka fjarðarins tók við fjallaklifur upp á Polhelms tind sem er hæsti tindur Angmassalikeyju. Að lokum var róið til baka til bæjarins Tassilaq.

Bryndís segir að það hafi komið íslenska liðinu skemmtilega á óvart að Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, hafi tekið á móti þeim í Tassilaq og hvatt þá til dáða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×