Veitum þeim vernd Toshiki Toma skrifar 5. október 2007 00:01 Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niðurstöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir norrænt átak sem ber yfirskriftina „Veitum þeim vernd!“ eða „Keep them safe“. Átakinu er ætlað að vekja athygli á stöðu hælisleitenda á Norðurlöndum en tuttugu norræn félagasamtök, m.a. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Íslandsdeild Amnesty International og Rauði kross Íslands, standa að undirskriftasöfnun þar sem stjórnvöld eru hvött til að virða og vernda réttindi flóttafólks. Í tilefni af átakinu langar mig til að vekja athygli á að meðferð hælismála á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Eins og kerfið er í dag þá hefst meðferðin með því að lögreglan tekur skýrslu af hælisleitandanum, síðan er athugað hvort annað land ber ábyrgð á því að vinna hælisumsóknina. Ef Ísland verður að fjalla um málið þá fer Útlendingastofnun yfir umsóknina, aflar gagna og ákveður síðan hvort umsækjandanum er veitt hæli eða ekki. Þeirri ákvörðun getur umsækjandi svo áfrýjað til dómsmálaráðuneytis sé hann ekki sáttur við niðurstöðuna. Ráðuneytið fer þá yfir ákvörðun Útlendingastofnunar og sker endanlega úr um hvort veitt er hæli eða ekki. Þessa ákvörðun getur umsækjandi síðan borið undir dómstóla, en þó ekki synjunina sem slíka heldur aðeins málsmeðferðina. Það sem mig langar að vekja athygli á hér er að fólk fær ekki lögfræðiaðstoð við mál sitt meðan Útlendingastofnun fjallar um það. Þegar ákvörðun um synjun er áfrýjað á hælisumsækjandi rétt á takmarkaðri lögfræðiaðstoð en þetta er oft meira „pappírsvinna“ fremur en persónuleg aðstoð við einstaklinginn. Kveðið er á um andmælarétt eftir endanlega synjun frá dómsmálaráðuneyti í lögum, þ.e. að hælisleitandi getur höfðað mál fyrir dómstólum en þetta er í fyrsta sinn í öllu ferlinu þar sem umsækjandi fær „faglega og persónulega“ lögfræðiaðstoð. Seint er betra en aldrei eða hvað? Í lögunum segir: „Málshöfðun fyrir dómstólum til ógildingar á endanlegri ákvörðun um að útlendingur skuli yfirgefa landið frestar ekki framkvæmd hennar“. Þannig að þótt hælisleitandi höfði mál fyrir dómstólum getur hann verið fluttur úr landi áður en dómur fellur. Og ef hann er fluttur úr landi fellur málið niður þar sem enginn á lengur lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr ágreiningsefninu. Ég veit ekki hve margir hafa farið með mál sín fyrir dómstóla en ég þekki persónulega dæmi þess að umsækjandi var fluttur úr landi rétt áður en málið var tekið fyrir. Það er merkilegt hversu stjórnvöld flýta sér að framkvæma brottvísun umsækjenda eftir að hafa stundum látið þá bíða á annað ár eftir úrskurði. Óttast yfirvöld að dómstólar komist að annarri niðurstöðu en dómsmálaráðuneytið? Ég vek athygli á því að eftir því sem ég best veit hefur ennið ekki fallið dómur varðandi synjun stjórnvalda um hæli. Mér vitandi eru nokkrir menn nú með mál varðandi synjun fyrir dómstólum. Ég vona innilega að þeir verði ekki fluttir úr landi, í það minnsta ekki áður en dómur fellur og hvet almenning til að fylgjast með því að réttur þeirra til að fá skorið úr sínum málum fyrir dómstólum sé virtur.Höfundur er prestur innflytjenda.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun