Innköllum kvótann 12. júlí 2007 06:00 Nú hefur verið ákveðið að draga úr þorskveiðum á næsta fiskveiðiári. Þá reka menn upp mikið harmavein og telja illa með sig farið. Mikið er til í því. Það fer ekki vel að blanda of mikið saman peningum og ást á þeim og leyfum til þorskveiða sem við köllum kvóta. Eðlilegast væri, að ríkið ætti kvótann og leigði hann út. Hefði hlutafélag til að taka við leigunni sem greinarhöfundur kallar Kvótasjóðurinn ohf. eða opinbert hlutafélag. Þá væri ekki allur þessi æsingur og kvótabrask. Menn gætu leigt kvóta og tekjurnar færu til arðbærra verkefna en ekki í einkabrask. Til að taka umdeilt dæmi þá hefði mátt byggja Kárahnjúkavirkjun fyrir tekjur af kvótaleigu og eiga virkjunina skuldlausa. Selt rafmagn hefði þá verið nettó tekjur. Svo hefðum við getað byggt þessa virkjun í rólegheitum sjálfir, en ekki með erlendu vinnuafli og miklum asa, sem kostað hefur nokkra menn lífið. Gera þetta sjálfir með gróða, en nú má alveg eins búast við tapi af raforkusölunni þar sem vextir eru háir og virkjunin öll í skuld. Þetta er tekið sem dæmi um það, að sjálfs er höndin hollust. Vatnajökull er að bráðna og mun land þá rísa þarna og jarðsprungur hreyfast. Í því er áhætta. Annars var ætlunin að ræða um kvótann og leggja til að hann væri innkallaður gegn hæfilegum bótum úr Kvótasjóðnum ohf., sem síðan myndi leigja kvótann út til að fá peninga sína til baka. Kvótinn yrði þá ríkiseign í sérstöku hlutafélagi. Hægt væri að stjórna leigunni þannig, að staðirnir úti á landi fengju hæfilegt magn leigt og byggju ekki lengur við það óöryggi og einkabrask að einn daginn væri kvóti og útgerð seld eins og gert var á Flateyri um daginn. Allt selt án fyrirvara og fólkið á staðnum án nokkurs réttar. Það missir bæði vinnu og húseignir sínar í mörgum tilfellum bótalaust. Vonandi verður kvótinn innkallaður og svo leigður út með siðuðum hætti og með fullri virðingu fyrir lífi og gæfu þess fólks sem vinnur við fiskveiðar um allt land. Greinarhöfundur þekkir þessi mál örlítið af eigin raun. Hann var á Norðfirði sem strákur og þekkti útgerð afa síns vel. Hann gerði út og verkaði í saltfisk. Rak líka verslun, mest með ýmsar útgerðarvörur. Sumarið 1939 var mikið sólarsumar á Norðfirði og var það greinarhöfundi mikið sælusumar að vera þar. En hann man vel að sjómenn kvörtuðu mikið yfir aflaleysi og kenndu fjölda erlendra togara á miðunum fyrir utan um aflaleysið. Svo kom heimsstyrjöldin haustið 1939 og erlendir togarar fóru. Þorskurinn rétti samt ekki við nema á löngum tíma. Menn þurfa ekki að búast við aukinni þorskveiði næstu árin. Hún verður jafnvel minni. Svo illa hefur kvótakerfið farið með fiskimiðin. Innkalla ber kvótann gegn hæfilegum bótum. Síðan myndi Kvótasjóðurinn ohf. leigja út hæfilegt magn af kvóta og láta þá njóta öryggis með veiðar, sem eru í sjávarþorpunum út um allt land. Búum okkur undir enn meiri samdrátt í veiðum á þorski vegna kvótans, sem hefur eyðilagt þorskinn. Svo verður jafnvel að banna loðnuveiðar, svo þorskurinn hafi nægt æti í sjónum til að aukast aftur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú hefur verið ákveðið að draga úr þorskveiðum á næsta fiskveiðiári. Þá reka menn upp mikið harmavein og telja illa með sig farið. Mikið er til í því. Það fer ekki vel að blanda of mikið saman peningum og ást á þeim og leyfum til þorskveiða sem við köllum kvóta. Eðlilegast væri, að ríkið ætti kvótann og leigði hann út. Hefði hlutafélag til að taka við leigunni sem greinarhöfundur kallar Kvótasjóðurinn ohf. eða opinbert hlutafélag. Þá væri ekki allur þessi æsingur og kvótabrask. Menn gætu leigt kvóta og tekjurnar færu til arðbærra verkefna en ekki í einkabrask. Til að taka umdeilt dæmi þá hefði mátt byggja Kárahnjúkavirkjun fyrir tekjur af kvótaleigu og eiga virkjunina skuldlausa. Selt rafmagn hefði þá verið nettó tekjur. Svo hefðum við getað byggt þessa virkjun í rólegheitum sjálfir, en ekki með erlendu vinnuafli og miklum asa, sem kostað hefur nokkra menn lífið. Gera þetta sjálfir með gróða, en nú má alveg eins búast við tapi af raforkusölunni þar sem vextir eru háir og virkjunin öll í skuld. Þetta er tekið sem dæmi um það, að sjálfs er höndin hollust. Vatnajökull er að bráðna og mun land þá rísa þarna og jarðsprungur hreyfast. Í því er áhætta. Annars var ætlunin að ræða um kvótann og leggja til að hann væri innkallaður gegn hæfilegum bótum úr Kvótasjóðnum ohf., sem síðan myndi leigja kvótann út til að fá peninga sína til baka. Kvótinn yrði þá ríkiseign í sérstöku hlutafélagi. Hægt væri að stjórna leigunni þannig, að staðirnir úti á landi fengju hæfilegt magn leigt og byggju ekki lengur við það óöryggi og einkabrask að einn daginn væri kvóti og útgerð seld eins og gert var á Flateyri um daginn. Allt selt án fyrirvara og fólkið á staðnum án nokkurs réttar. Það missir bæði vinnu og húseignir sínar í mörgum tilfellum bótalaust. Vonandi verður kvótinn innkallaður og svo leigður út með siðuðum hætti og með fullri virðingu fyrir lífi og gæfu þess fólks sem vinnur við fiskveiðar um allt land. Greinarhöfundur þekkir þessi mál örlítið af eigin raun. Hann var á Norðfirði sem strákur og þekkti útgerð afa síns vel. Hann gerði út og verkaði í saltfisk. Rak líka verslun, mest með ýmsar útgerðarvörur. Sumarið 1939 var mikið sólarsumar á Norðfirði og var það greinarhöfundi mikið sælusumar að vera þar. En hann man vel að sjómenn kvörtuðu mikið yfir aflaleysi og kenndu fjölda erlendra togara á miðunum fyrir utan um aflaleysið. Svo kom heimsstyrjöldin haustið 1939 og erlendir togarar fóru. Þorskurinn rétti samt ekki við nema á löngum tíma. Menn þurfa ekki að búast við aukinni þorskveiði næstu árin. Hún verður jafnvel minni. Svo illa hefur kvótakerfið farið með fiskimiðin. Innkalla ber kvótann gegn hæfilegum bótum. Síðan myndi Kvótasjóðurinn ohf. leigja út hæfilegt magn af kvóta og láta þá njóta öryggis með veiðar, sem eru í sjávarþorpunum út um allt land. Búum okkur undir enn meiri samdrátt í veiðum á þorski vegna kvótans, sem hefur eyðilagt þorskinn. Svo verður jafnvel að banna loðnuveiðar, svo þorskurinn hafi nægt æti í sjónum til að aukast aftur. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun