Viðskipti erlent

Stórtap í kjölfar reykingabanns í Danmörku

Fjöldi veitingahúsa og bara í Danmörku hafa greint frá stórtapi í kjölfar reykingabannsins þar í landi. Reykingabannið hefur einnig komið illa við brygghús landsins sem neyðst hafa til að segja upp starfsfólki vegna minnkandi sölu á ölinu.

Samtök veitinga- og kaffihúsa í landinu gerðu könnun á ástandinu og fram kom að veltan á stærri veitingahúsum og börum hefði minnkað á bilinu 30 til 50% frá því að reykingabann á þessum stöðum gekk í gildi s.l. sumar. Það fylgir hinsvegar sögunni að svarhlutfallið í þessari könnun var fremur lágt.

Og sagan segir að ástandið eigi einungis við um stærri og þekktari staðina. Á minni börum og litlum hverfiskrám er Danskurinn nokkuð "ligeglad" um hvort banninu sé framfylgt eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×