Viðskipti erlent

Roman fjárfestir í gullnámu

Fjárfestingarfélag í eigu Roman Abramovich hefur fest kaup á 40% hlut í námufélaginu Highland Gold fyrir 24 milljarða króna.

Verður Roman þar sem annar stærsti eigandi námufélagsins ásamt kanadíska fyrirtækinu Barrick sem er stærsti framleiðandi á gulli í heiminum.

Aðaleign Higland Gold eru gullnámur í því afskekkta héraði í norðausturhluta Rússlands þar sem Roman hefur verið héraðsstjóri síðan árið 2000. Barrick hefur fagnað aðkomu Romans og segir félagið mun sterkara á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×