Lífið

Svarti listi femínistans

Meðal fyrirtækja sem eru á svörtum lista hennar eru Ölgerðin, Vífilfell, DV og Birtingur.
Meðal fyrirtækja sem eru á svörtum lista hennar eru Ölgerðin, Vífilfell, DV og Birtingur.

„Nei, ég tala ekki við DV,“ segir Katrín Anna Guðmundsdóttir talskona femínista. Og er það vegna þess að blaðið hefur birt auglýsingar frá súlukónginum Geira á Goldfinger. Það dugar til að blaðið er á svörtum lista Katrínar Önnu.

Í kvöld ætlar Femínistafélagið að ræða um „boycott“ - að sniðganga fyrirtæki sem eru með vöru sem því mislíkar.

Katrín Anna ætlar ekki að leggja fyrir tillögu eða lista á fundinum þess efnis að Femínistar útiloki tiltekin fyrirtæki en sjálf er hún sannarlega með slíkan svartan lista við hendina. DV er þar efst á blaði sem og tímarita-útgáfan Birtingur. „Ég kaupi ekki blöð sem auglýsa súlustaðina. Ég versla heldur ekki í búðum sem selja Bleikt og blátt við kassann. Ég hætti að versla í hverfisverslun minni vegna þessa og sneri viðskiptum mínum til Hagkaupa sem selja blaðið ekki,“ segir Katrín Anna.

 

mikael torfason Finnst „boy-cott“ betri aðferð fyrir fólk sem vill berjast fyrir einsleitu samfélagi en bókabrennur.

Nýjasta fyrirtækið í safni Katrínar er Ölgerðin. „Út af rassafetisma sem birtist í auglýsingum þeirra. Fyrir Egils Light.“

Vífilfell, helsti samkeppnisaðili Ölgerðarinnar, er heldur ekki í náðinni hjá femínistanum: „Fór á svarta listann fyrir nokkrum árum. Fyrir brjóstafetisma í svipuðum stíl og Ölgerðin er með núna. Þá kaupi ég ekki vörur frá Nestley‘s en þeir eru með súkkulaðið Yorkies þar sem slagorðið er: Not for girls!“

„Í fyrsta lagi veit ég ekkert hver þessi kona er,“ segir Mikael Torfason, aðalritstjóri Birtings. „Í öðru lagi tel ég þetta vera betri aðferð fyrir fólk sem vill berjast fyrir einsleitu samfélagi heldur en bókabrennur og ámóta meðöl sem stundum hefur örlað fyrir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.