Lífið

Framtíð Kosovo

Margrét Heinreksdóttir flytur erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri í dag og fjallar þar um framtíð héraðsins Kosovo.

Héraðið, sem áður fyrr var sjálfsstjórnarhérað í fyrrum Júgóslavíu hefur verið undir alþjóðlegri stjórn síðan í júní 1999 eftir að Atlantshafsbandalagið hafði með loftárásum á Serbíu og Kosovo hrakið þaðan hersveitir Serba, sem höfðu svipt héraðið stjórnarskrárbundinni sjálfsstjórn. Síðan hefur verið deilt um framtíð héraðsins og það hvort því beri - eða ekki - réttur samkvæmt þjóðarétti til að njóta sjálfsákvörðunarréttar. Í erindinu sínu á Lögfræðitorgi fjallar Margrét um þróun sjálfsákvörðunarréttarins sem slíks og röksemdir með og móti því, að Kosovobúar geti gert til hans tilkall.

Margrét Heinreksdóttir stundaði nám í heimspeki, þýsku og íslensku við Háskóla Íslands og lauk kandidatspróf frá lagadeild skólans vorið 1986 og var síðar við framhaldsnám í Svíþjóð. Hún starfaði um árabil sem lögmaður og við fjölmiðla, bæði á Morgunblaðinu og hjá RÚV. Á árunum 2002-2003 dvaldi hún á vegum íslensku friðargæslunnar 2002-2003 og var síðan framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands uns hún tók við lektorsstöðu við Háskólann á Akureyri 2004.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu L201 í Sólborg við Norðurslóð og hefst kl. 12.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.