Íslenskir neytendur bjartsýnir 28. ágúst 2007 12:48 Íslendingar eru bjartsýnisfólk upp til hópa Mynd/ GVA Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda. Þeir telja núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott, en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Vísitalan fyrir ágúst mælist 126,3 stig og hækkar milli mánaða um hálft annað stig. Vísitala fyrir mat á núverandi ástandi mælist 172,4 stig, og hefur aðeins einu sinni verið hærri. Vísitala fyrir væntingar til sex mánaða er hins vegar mun lægri og mælist 95,6 stig, en vísitölugildi undir 100 þýðir að fleiri svara neikvætt en jákvætt. Munur á mati á núverandi ástandi og væntingum til sex mánaða hefur aukist hratt undanfarna mánuði.Fylgni krónu við Væntingavísitölu minnkar Greiningadeild Glitnis segir að sterk fylgni hafi verið undanfarin misseri milli þróunar Væntingavísitölu og gengis krónu. Til að mynda hafi slegið mjög á væntingar neytenda í kjölfar gengisfalls krónu á vormánuðum í fyrra. Samfara hækkandi gengi hafi neytendur svo tekið gleði sína á ný með haustinu á síðasta ári. Hins vegar hafi þróun síðustu mánaða gengið þvert gegn þessu sambandi. Þannig hafi Væntingavísitalan lækkað talsvert í júlí samfara styrkingu krónunnar, en á hinn bóginn virðist gengisfall krónu, sem var hvað hraðast á þeim tíma sem mælingar Gallup stóðu yfir, ekki hafa haft mikil áhrif á svör neytenda í ágúst. Minni bjartsýni í haust Greiningadeild Glitnis segir jafnframt að sterkt samband sé milli Væntingavísitölu og einkaneyslu. Þróun vísitölunnar styðji við þá skoðun að einkaneysla hafi verið lífleg á vor- og sumarmánuðum. Órói á fjármálamörkuðum kunni þó enn að eiga eftir að segja til sín í minnkandi bjartsýni neytenda, og einnig kunni minnkandi kaupmáttur og þrengri skilyrði til lánsfjármögnunar að segja til sín og draga úr væntingum almennings þegar á haustið líði. Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira
Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda. Þeir telja núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott, en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun. Vísitalan fyrir ágúst mælist 126,3 stig og hækkar milli mánaða um hálft annað stig. Vísitala fyrir mat á núverandi ástandi mælist 172,4 stig, og hefur aðeins einu sinni verið hærri. Vísitala fyrir væntingar til sex mánaða er hins vegar mun lægri og mælist 95,6 stig, en vísitölugildi undir 100 þýðir að fleiri svara neikvætt en jákvætt. Munur á mati á núverandi ástandi og væntingum til sex mánaða hefur aukist hratt undanfarna mánuði.Fylgni krónu við Væntingavísitölu minnkar Greiningadeild Glitnis segir að sterk fylgni hafi verið undanfarin misseri milli þróunar Væntingavísitölu og gengis krónu. Til að mynda hafi slegið mjög á væntingar neytenda í kjölfar gengisfalls krónu á vormánuðum í fyrra. Samfara hækkandi gengi hafi neytendur svo tekið gleði sína á ný með haustinu á síðasta ári. Hins vegar hafi þróun síðustu mánaða gengið þvert gegn þessu sambandi. Þannig hafi Væntingavísitalan lækkað talsvert í júlí samfara styrkingu krónunnar, en á hinn bóginn virðist gengisfall krónu, sem var hvað hraðast á þeim tíma sem mælingar Gallup stóðu yfir, ekki hafa haft mikil áhrif á svör neytenda í ágúst. Minni bjartsýni í haust Greiningadeild Glitnis segir jafnframt að sterkt samband sé milli Væntingavísitölu og einkaneyslu. Þróun vísitölunnar styðji við þá skoðun að einkaneysla hafi verið lífleg á vor- og sumarmánuðum. Órói á fjármálamörkuðum kunni þó enn að eiga eftir að segja til sín í minnkandi bjartsýni neytenda, og einnig kunni minnkandi kaupmáttur og þrengri skilyrði til lánsfjármögnunar að segja til sín og draga úr væntingum almennings þegar á haustið líði.
Mest lesið Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Sjá meira