Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á bandarískum hlutabréfamörkuðum

Hlutabréf hækkuðu mikið í verði á bandarískum mörkuðum.
Hlutabréf hækkuðu mikið í verði á bandarískum mörkuðum. MYND/AFP

Hlutabréf á bandarískum mörkuðum hækkuðu verulega í dag eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti um 0,5 prósenta stýrivaxtalækkun. Alls hækkaði Dow Jones vísitalan um 2,51 prósent í dag.

Þá hækkaði Standard & Poor 500 vísitalan um 2,92 prósent og Nasdag um 2,71 prósent. Fyrr í kvöld tilkynnti stjórn seðlabanka Bandaríkjanna þá ákvörðun sína um að lækka stýrivexti um 0,5 prósent. Lækkunin var gerð til þess að draga úr óróleika á fjármálamörkuðum sem komu í kjölfar mikilla vanskilaaukningar á bandarískum fasteignalánamarkaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×