Skítlegt eðli kvótakerfisins 11. janúar 2007 05:00 Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Almennt gera landsmenn sér nú fyllilega grein fyrir algjöru árangursleysi kvótakerfisins í sjávarútvegi við að þjóna upphaflegu markmiði sínu, þ.e. að byggja upp þorskstofninn.Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kerfisins og landaður afli af Íslandsmiðum hefur ekki verið minni um árabil. Árangursleysið segir í raun allt sem segja þarf um kerfið og þau „fræði“ sem uppbyggingarstarfið hvílir á. Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins. Á einum áratug hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 180 milljarða en tekjur greinarinnar hafa ekkert vaxið frá síðustu aldamótum. Það hefur verið í tísku á síðustu árum að halda lærða fyrirlestra um bætt viðskiptasiðferði. Aldrei hef ég í þessu sambandi séð að fjallað hafi verið um það siðferði sem hefur viðgengist með aflaheimildir sem eru í raun og sanni sameign íslensku þjóðarinnar. Í þessum viðskiptum hefur nánast viðgengist skítlegt siðferði þar sem gerðir samningar eru þverbrotnir. Loforð hafa ítrekað verið gefin íbúum byggðarlaga um að aflaheimildir verði ekki fluttar úr þeim þegar fyrirtæki hafa fest kaup á þeim en þau hafa oftar en ekki verið svikin með þeim afleiðingum að heilu byggðarlögin hafa staðið eftir án atvinnuréttar. Á Siglufirði stóð ríkið sjálft fyrir mjög umdeildri sölu á fyrirtækinu Þormóði ramma fyrir á að giska 15 árum en í skýrslu Ríkisendurskoðunar sem finna má á ágætri heimasíðu stofnunarinnar, http://www.rikisendurskodun,is, má lesa þungan áfellisdóm yfir því hvernig þáverandi fjármálaráðherra stóð að þeirri sölu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að fyrirtækið hafi verið selt á hálfvirði og að stjórnvöld hafi hunsað það að ræða við kaupendahóp sem samanstóð af hátt í 200 Siglfirðingum. Í 5. grein kaupsamnings sem fjármálaráðherra gerði við kaupendur Þormóðs ramma var það skilyrði að kaupendur, sem vel að merkja reka fyrirtækið enn, skyldu skuldbinda sig til að nýta aflakvóta í þágu útgerðar og vinnslu á Siglufirði. Stjórnendur fyrirtækisins hafa ekki uppfyllt þetta skilyrði hingað til og nú berast fréttir af því að ganga eigi lengra í að svíkja gerðan kaupsamning. Uppsagnir á áhöfnum skipa fyrirtækisins hafa verið boðaðar og eru skýringarnar sagðar vera þær að til standi að endurnýja skipaflota félagsins sem er kominn til ára sinna. Þessar skýringar eru hreint fráleitar þar sem ekki er von á nýju skipunum fyrr en í fyrsta lagi á næsta og þarnæsta ári. Eina haldbæra skýringin á þessum uppsögnum er því sú að fyrirtækið ætli að leigja aflaheimildirnar. Ekki ætla ég að skera úr um hvort brot á kaupsamningi sem gerður var við ríkið varði við lög en óumdeilt er að forráðamenn fyrirtækisins hafa ekki staðið við gerða samninga og loforð. Það er áhugaverð spurning hvort íslenskir viðskiptamenn telji eðli þessara viðskipta sem gerð eru með eigur almennings, þ.e. kvótann, vera að einhverju leyti frábrugðið eðli annarra viðskipta og þess vegna sé í góðu lagi að svíkja gefin loforð. Dæmin eru fjölmörg, s.s. sala Guðbjargarinnar frá Ísafirði og loforð sem gefin voru Stöðfirðingum um áframhald fiskvinnslu í plássinu. Við í Frjálslynda flokknum vonumst til þess að landsmenn sýni það í verki í komandi kosningum að þeir vilji vinda ofan af þessu spillta vitleysiskerfi sem hefur orðið þjóðinni til mikils tjóns. Engum er betur treystandj til þess en Frjálslynda flokknum undir forystu margreynds aflaskipstjóra, Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Höfundur er alþingismaður Æ fleiri sjá í gegnum þá blekkingu sem haldið hefur verið að þjóðinni að íslenska kvótakerfið skili einhverri gríðarlegri hagræðingu og þess vegna ætti þjóðin að sætta sig við ósanngirni og siðleysi kvótakerfisins.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar