Innlent

Árni Johnsen verður í 2. sæti

Árni Johnsen fær annað sætið á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Tillaga kjörnefndar um skipun listans var samþykkt einróma á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðismanna sem haldið var í Hveragerði síðdegis. Um 20% fulltrúa á fundinum vildi Árna burt. Sérstök tillaga um að fella Árna af listanum var felld, en til þess þurfti 2/3 atkvæða.

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra hlaut þar fyrsta sæti í prófkjörinu í nóvember, Kjartan Ólafsson varð í þriðja sæti og Björk Guðjónsdóttir í því fjórða. Athygli vakti í prófkjörinu að tveimur sitjandi þingmönnum, Drífu Hjartardóttur og Guðjóni Hjörleifssyni, var hafnað.

Nokkur kurr hefur verið innan Sjálfstæðisflokksins vegna framboðs Árna Johnsen en fimm af sex menn í prófkjörinu hlutu bindandi kosningu.

Vangaveltur voru uppi um að hvikað yrði frá prófkjörsúrslitum á fundi kjördæmisráðs. Tillagan sem lá fyrir fundinum og samþykkt var að lokum, gerði ráð fyrir prófkjörsröð efstu manna á listanum.

Listinn verður eftirfarandi:

Framboðslistinn er þannig skipaður:

1. Árni M Matthiesen fjármálaráðherra

2. Árni Johnsen

3. Kjartan Ólafsson

4. Björk Guðjónsdóttir,

5. Unnur Brá Konráðsdóttir,

6. Drífa Hjartardóttir,

7. Guðjón Hjörleifsson,

8. Grímur Gíslason,

9. Helga Þorbergsdóttir,

10. Gunnar Örn Örlygsson,

11. Arnar Bjarni Eiríksson,

12. Guðbjörg Eyjólfsdóttir ,

13. Halldóra B. Jónsdóttir,

14 Brynjólfur Hjörleifson,

15. Hjördís H Reynisdóttir,

16. Elfa Dögg Þórðardóttir,

17. Gunnlaugur Kárason,

18. Unnur Þormóðsdóttir,

19. Laufey Erlendsdóttir,

20. Kristján Pálsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×