Viðskipti erlent

Fjárhagsstaða breskra heimila batnar

MYND/AFP

Fjárhagsleg staða heimila í Bretlandi hefur batnað um meira en helming á síðustu 10 árum. Ástæðuna má aðallega rekja til hækkandi húsnæðisverðs.

Eftir að búið var að taka tillit til skulda heimilanna í lok síðasta árs voru eignir breskra heimila 803 þúsund billjónir íslenskra króna. Í lok ársins 1996 var virði heimilanna rúmlega 354 þúsund billjónir og hefur því meira en tvöfaldast á tímabilinu.

Halifax fjármálaþjónustan segir að heildarvirði eigna almennings hafi hækkað um 550 þúsund milljarða, en skuldir hafi hækkað um tæplega 102 þúsund milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×