Viðskipti innlent

Orkuveitan styður fjárfestingar REI á Fillipseyjum

Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitunnar.
Bryndís Hlöðversdóttir, stjórnarformaður Orkuveitunnar.

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að styðja áfram við þátttöku Reykjavik Energy Invest í einkavæðingu filippseyska orkufyrirtækisins PNOC-EDC, sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Bryndísi Hlöðversdóttir, stjórnarformanni Orkuveitunnar, segir að með ákvörðuninni sé verið að standa vörð um hagsmuni almennings þar sem þegar hafi talsverðum fjármunum verið varið í verkefnið og verulegir hagsmunir séu í húfi. Þá þurfi að standa vörð um trúverðugleika REI.

REI og Geysir Green Energy standa saman að íslenskri þátttöku í tilraun til að eignast ráðandi hlut í filippseyska félaginu í bandalagi við heimamenn. Þetta samstarf hófst haustið 2006 þegar Orkuveitan studdi tilboð Glitnis og FL-Group í fyrsta áfanga einkavæðingar PNOC-EDC, sem er stærsta jarðvarmaorkufyrirtæki Filippseyja.

„Þar með hófst samstarf þessara aðila á Filippseyjum sem síðan var skjalfest með formlegum samningi GGE og OR í mars sl. um jarðhitaverkefni á Filippseyjum. Þetta samstarf hefur leitt til þátttöku í einkavæðingu síðustu 40% í sama félagi. Sá eignarhlutur sem nú er boðinn á markaði verður þó ráðandi í félaginu þar sem honum mun fylgja 60% atkvæðavægi í PNOC-EDC. Samstarfsaðili REI og Geysir Green Energy er First Gen, sem er stærsta orkufyrirtæki Filippseyja í einkaeigu," segir í tilkynningu frá Bryndísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×