Viðskipti erlent

Nasdaq frestar sölu á hlut sínum í LSE

Margir vilja eignast hlut í LSE.
Margir vilja eignast hlut í LSE. MYND/AFP

Nasdaq kauphöllin í Bandaríkjunum hefur frestað sölu á 30 prósent hlut sínum í bresku kauphöllinni, London Stock Exchange, fram í næstu viku. Forráðamenn Nasdaq vonast til þess að fresturinn muni gefa fleiri fjárfestum tækifæri til að bjóða í hlutinn.

Tvö fyrirtæki hafa helst verið nefnd sem mögulegir kaupendur. Annars vegar fjárfestingarfélagið Qatari Investmen Authority og Singapore investment group Temasake. Nú er hins vegar talið að Qatari Investment Authority muni draga sig úr samkeppninni þar sem verðið sé orðið að þeirra mati of hátt.

Hlutbréf í bresku kauphöllinni féllu í gær um 40 pens.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×