Viðskipti erlent

Fjöldauppsagnir hjá stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna

Bandaríska fasteignalánafyrirækið Countrywide Financial Corp. tilkynnti í gær að það þyrfti mögulega að segja upp 12 þúsund starfsmönnum til að spara rekstrarkostnað. Fyrirtækið, líkt og önnur fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum, hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu sökum mikilla vanskila á lánum og lækkandi fasteignaverðs.

Hjá fyrirtækinu starfs nú um 61 þúsund manns og uppsagnirnar þýða því um 20 samdrátt í heildar starfsmannafjölda. Haft er eftir Angelo Mozilo, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að lækkandi fasteignaverð í Bandaríkjunum hafi reynst fyrirtækinu kostnaðarsamt. Fyrr í vikunni sagði fyrirtækið upp 900 starfsmönnum og í síðasta mánuði var 500 manns sagt upp störfum.

Hlutabréf fyrirtækisins á mörkuðum í Bandaríkjunum féllu um 1,1 prósent í verði í kjölfar tilkynningarinnar í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×