Handbolti

Kiel sigraði í Meistaradeildinni

NordicPhotos/GettyImages

Þýska liðið Kiel tryggði sér í dag sigur í Meistaradeild Evrópu í handbolta með naumum sigri á Flensburg í síðari leik liðanna í úrslitum 29-27. Þetta er fyrsti Evrópumeistaratitill Kiel, en liðið er eitt allra sterkasta lið heimsins í dag. Leikmenn Flensburg geta nagað sig í handabökin eftir að hafa aðeins náð jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli.

Nikola Karabatic var markahæstur í liði Kiel með 9 mörk og Christian Zeitz skoraði 7. Marcin Lijewski skoraði 7 mörk fyrir Flensburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×