Gott að vera stór 21. febrúar 2007 06:00 Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira
Stundum er gott að vera stór. Samt ekki of stór. Ég naut þess í síðustu viku að vera einn af þeim kúnnum greiningardeildar Landsbankans sem fékk senda nýja greiningu á Eimskipafélaginu. Greiningin hljóðaði upp á mun hærra gengi en markaðsgengið. Ég stökk upp úr sófanum þannig að kaffið skvettist úr bollanum. Las greininguna með hraði. Fór einu sinni á hraðlestrarnámskeið og er snöggur að þessu. Mér sýndist vit í greiningunni og áður en tíu mínútur voru liðnar hafði ég tekið stöðu í félaginu. Hækkunin lét ekki á sér standa og ég seldi í lok dags, ánægður með dagsverkið. Þessi snúningur borgaði að minnsta kosti hreinsunina á skyrtunni sem kaffið helltist yfir, Annars er ég meira með hugann við stóru myndina þessa dagana. Markaðurinn hefur verið á fleygiferð og skýringar á þeirri hækkun liggja í væntingum um frekari útrás. Eins og ég sagði síðast, þá er margt í pípunum. Einhverjir voru að saka mig um að fara fram úr mér í spám um sameiningar á bankamarkaði. Ég hef ekki skipt um skoðun og veðja ennþá á að fjármálageirinn eigi helling inni. Ég sé ekki betur en að fleiri og fleiri séu að verða sammála mér. Ef maður horfir á hluthafahóp Kaupþings og Glitnis, þá held ég að þar séu menn sem hugsa að mestu leyti eins og ég sjálfur. Gamla pólitíkin er farin út í veður og vind og menn hugsa bara um bisness. Alla vega í vinnunni. Þannig held ég að engar sérstakar hindranir séu í hluthafahópunum að slá öllu saman sjái menn í því tækifæri að ráða yfir stórum norrænum banka. Á Norðurlöndunum horfa menn til þess að norrænir bankar þurfa að keppa við stóra evrópska banka um viðskiptavini framtíðarinnar. Stærðin mun því skipta verulegu máli, sérstaklega þegar harðnar á dalnum og samkeppnin verður grimmari. Það eru margir sem spá því að Kínverjar kaupi evrópskan banka innan örfárra ára. Trendið er það sama alls staðar. Menn verða að stækka og vera leiðandi á sínu sviði. Þetta er grimmur heimur og það verður valtað yfir þá sem eru veikburða. Ef Darwin gamli á einhvers staðar heima, þá er það í bisness. Ég held að það séu ennþá ótrúlega mörg tækifæri eftir á innlenda markaðnum. Seinnipartur ársins gæti falið í sér smá bakslag, þegar krónan gefur eftir. Þá er náttúrulega bara málið að vera með góðar undirstöður og hafa sterkar taugar. Ég bý yfir hvoru tveggja og lít björtum augum fram á veginn. Reyndar líka aftur á bak, en það er önnur saga. Spákaupmaðurinn á horninu
Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Sjá meira