Simbabve slær verðbólgumet 21. febrúar 2007 04:00 Verðbólga mældist tæp 1.600 prósent í Afríkuríkinu Simbabve í síðasta mánuði. Þetta er um 400 prósentustiga hækkun frá miðju síðasta sumri. MYND/AFP Verðbólgan í Afríkuríkinu Simbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 prósent á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósentustig frá því í desember. Að sögn hagstofu Simbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði milli mánaða. Verðbólga er hvergi jafn mikil í dag og í Simbabve en hún stóð í um 1.200 prósentum um mitt síðasta sumar. Breska ríkisútvarpið bendir á að ástandið í efnahags-málum sé ekki gott í Simbabve. Atvinnuleysi mælist um 80 prósent. Skortur á matvælum og eldsneyti er viðvarandi auk þess sem verð á læknisþjónustu, samgönguþáttum og annarri vöru hefur snarhækkað. Til að bæta gráu ofan á svart hafa læknar og hjúkrunarkonur landsins verið í allsherjarverkfalli í um mánuð. Fyrir skömmu bættust háskólakennarar í hópinn. Stjórnarandstæðingar kenna Robert Mugabe, forseta landsins, sem haldið hefur um flesta stjórnartauma frá 1980, um ástandið. Mugabe, sem fyrir nokkrum árum rak hvíta bændur af jörðum sínum í Simbabve og tók þær eignarnámi, segir hins vegar Vesturlöndum um að kenna. Hafi þau lagt efnahag landsins í rúst með refsiaðgerðum sem þau beittu í mótmælaskyni við aðgerðir hans. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verðbólgan í Afríkuríkinu Simbabve rauk í methæðir í síðasta mánuði þegar hún mældist 1.593,6 prósent á ársgrundvelli. Sé litið til hækkunar á milli mánaða jókst verðbólgan um 45,4 prósentustig frá því í desember. Að sögn hagstofu Simbabve munar mestu um hækkun á rafmagns-, gas- og öðru orkuverði milli mánaða. Verðbólga er hvergi jafn mikil í dag og í Simbabve en hún stóð í um 1.200 prósentum um mitt síðasta sumar. Breska ríkisútvarpið bendir á að ástandið í efnahags-málum sé ekki gott í Simbabve. Atvinnuleysi mælist um 80 prósent. Skortur á matvælum og eldsneyti er viðvarandi auk þess sem verð á læknisþjónustu, samgönguþáttum og annarri vöru hefur snarhækkað. Til að bæta gráu ofan á svart hafa læknar og hjúkrunarkonur landsins verið í allsherjarverkfalli í um mánuð. Fyrir skömmu bættust háskólakennarar í hópinn. Stjórnarandstæðingar kenna Robert Mugabe, forseta landsins, sem haldið hefur um flesta stjórnartauma frá 1980, um ástandið. Mugabe, sem fyrir nokkrum árum rak hvíta bændur af jörðum sínum í Simbabve og tók þær eignarnámi, segir hins vegar Vesturlöndum um að kenna. Hafi þau lagt efnahag landsins í rúst með refsiaðgerðum sem þau beittu í mótmælaskyni við aðgerðir hans.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira