Viðskipti erlent

News Corp. verðmætasta fjölmiðlaveldið

News Corp. er nú orðið verðmætasta fjölmiðlaveldi heims en það er að mestu í eigu Rupert Murdoch. Við niðursveifluna á mörkuðum vestan hafs á föstudag fór New Corp. framúr Time Warner hvað verðmætið varðar.

Í umfjöllun blaðsins The Hollywood Reporter í dag kemur fram að News Corp. er nú metið á 67,79 milljarða dollara eða um 4.100 milljarða kr. Time Warner er aftur á móti metið á 67,32 milljarða dollara eða rúma 4.000 milljarða kr.

Næstu fjölmiðlaveldi á eftir þessum tveimur risum, hvað markaðsverðmæti varðar eru Disney, Sony, Viacom og CBS. Ef Google væri skilgreint sem fjölmiðlaveldi myndi það bera höfuð og herðar yfir þau öll með markaðsverðmæti upp á rúmlega 201 milljarð dollara eða um 12.000 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×