Viðskipti erlent

Telur ekkert athugavert við 7 milljarða kr. árslaun

Aðalforstjóri Porche, Wendelin Wiedeking, er kominn út á hálann ís eftir að ónafngreindir heimildarmenn innan fyrirtækisins upplýstu að árslaun hans nema um 7 milljörðum kr.

Það er varla til annar forstjóri í heiminum sem hefur álíka laun og Wendelin Wiedeking og hefur hann sætt mikilli gagnrýni undanfarið enda þessi laun talin með eindæmum.

Sjálfur tekur Wendelin gagnrýninni með stakri ró og segir ekkert athugavert við laun sín. Hann bendir á að frá því að hann tók við hefur hagnaður Porche fyrir skatta aukíst úr 2,1 milljarði evra og í 5,9 milljarða evra.

"Ég tel að þegar fyrirtækinu gengur vel eigi þeir sem stuðlað hafa að framganginum að njóta þess," segir Wendelin Wiedeking.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×