Tónleikaröðin Sumar í Hömrum 28. júní 2007 07:32 Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir röð sumartónleika í júlí og ágúst sem hlotið hefur yfirskriftina Sumar í Hömrum og eru alls sex tónleikar á dagskránni. "Ekki er hægt að segja annað en að þar ráði metnaður og fjölbreytni ríkjum,“ segir í tilkynningu. "Þar má hlýða á vísnatónlist og ljóðasöng, háklassík og nútímamúsík, ungt listafólk á byrjunarreit og suma af þekktustu listamönnum þjóðarinnar.“ Þessi sumartónleikaröð hefst fimmtudaginn 5. júlí með tónleikum tékkneska strengjakvartettsins Pi-Kap ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. Kvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir vandaðan og ekki síst tilfinningaríkan flutning. Sunnudaginn 8.júlí kemur fram Tríó Hanne Juul frá Svíþjóð. Tríóið er skipað vísnasöngkonunni Hanne Juul, Mats Bjarki Gustavi píanóleikara og Joakim Rolandson á saxófón. Hanne Juul er ein atkvæðamesta vísnasöngkona Norðurlanda. Hún bjó um skeið á Íslandi og var þá virkur þátttakandi í starfi Vísnavina og skipulagði hátíð á þeirra vegum hér á landi. Hanne hefur gefið út fjölda geisladiska og sungið í útvarpi og sjónvarpi. Félagar hennar í tríóinu eru hver um sig skapandi tónlistarmenn; hafa samið tónlist fyrir leikrit og kvikmyndir auk þess að kenna við tónlistarháskólann í Ingesund í Svíþjóð. Sunnudaginn 15. júlí er von á þremur ungum listamönnum, sem enn eru í námi, en hafa þegar vakið talsverða athygli fyrir frábæran hljóðfæraleik. Þetta eru þau Grímur Helgason klarínettleikari, Greta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og Hákon Bjarnason píanóleikari. Grímur lauk prófi frá Listaháskóla Íslands sl. vor en hin tvö stunda enn nám við skólann. Verkin á efnisskránni eru eftir Bartók, Stravinskí, Katsjatúrían og fleiri. Fimmtudagskvöldið 26. júlí er enn von á þremur listamönnum, sem halda tónleika undir yfirskriftinni Söngvar kvölds og morgna. Hér er um að ræða söngvarahjónin Þóru Einarsdóttur sópran og Björn Jónsson tenór, en meðleikari þeirra er Ísfirðingurinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Á tónleikunum verða flutt tónverk eftir Robert Schumann, Richard Strauss og Edward Grieg. Í ágúst verða tvennir tónleikar á sumardagskrá Hamra. Hin unga ísfirska sópransöngkona Herdís Anna Jónasdóttir mun halda tónleika ásamt Sigríði Ragnarsdóttur píanóleikara, en dagsetningin hefur ekki verið fastákveðin. Á dagskránni verða ljóðasöngvar og aríur, en Herdís Anna stundar nú framhaldsnám við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Síðustu sumartónleikarnir í Hömrum verða miðvikudagskvöldið 22. ágúst undir yfirskriftinni Dívan og djassmaðurinn. Það eru þau Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Sigurður Flosason saxófónleikari sem ætla að leika sér með þekkt íslensk sönglög og þjóðlög í óvenjulegri samsetningu. Þessir tónleikar eru jafnframt fjórðu og síðustu áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2006-2007 og eru haldnir í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna. Ekki er hægt að segja annað en að sumardagskrá tónlistarsalarins Hamra á Ísafirði sé metnaðarfull og fjölbreytt og ættu Vestfirðingar ekki að vera í vandræðum með að bjóða gestum og gangandi með sér á menningarviðburði yfir sumartímann. Þegar hefur mikil dagskrá verið í Hömrum, en nýverið lauk tónlistarhátíðinni Við Djúpið, með fjölda tónleika og annarra viðburða. Sóttu bæði heimamenn og ferðamenn viðburði hátíðarinnar ákaflega enda voru þeir vel flestir á heimsmælikvarða með sellósnillinginn Erling Blöndal Bengtsson og hinn frábæra píanóleikara Vovka Stefán Ashkenazy í broddi fylkingar. Síðustu dagana í júní stendur svo yfir einleikjahátíðin Act alone, sem fer að miklu leyti fram í Hömrum. Þetta er eina leiklistarhátíðin sem öðlast hefur fastan sess á Íslandi og á dagskránni er fjöldi einleikja, námskeiða og fleiri viðburða.tinna@bb.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Tónlistarfélag Ísafjarðar stendur fyrir röð sumartónleika í júlí og ágúst sem hlotið hefur yfirskriftina Sumar í Hömrum og eru alls sex tónleikar á dagskránni. "Ekki er hægt að segja annað en að þar ráði metnaður og fjölbreytni ríkjum,“ segir í tilkynningu. "Þar má hlýða á vísnatónlist og ljóðasöng, háklassík og nútímamúsík, ungt listafólk á byrjunarreit og suma af þekktustu listamönnum þjóðarinnar.“ Þessi sumartónleikaröð hefst fimmtudaginn 5. júlí með tónleikum tékkneska strengjakvartettsins Pi-Kap ásamt Eydísi Franzdóttur óbóleikara. Kvartettinn hefur haldið fjölda tónleika víða um Evrópu og fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir vandaðan og ekki síst tilfinningaríkan flutning. Sunnudaginn 8.júlí kemur fram Tríó Hanne Juul frá Svíþjóð. Tríóið er skipað vísnasöngkonunni Hanne Juul, Mats Bjarki Gustavi píanóleikara og Joakim Rolandson á saxófón. Hanne Juul er ein atkvæðamesta vísnasöngkona Norðurlanda. Hún bjó um skeið á Íslandi og var þá virkur þátttakandi í starfi Vísnavina og skipulagði hátíð á þeirra vegum hér á landi. Hanne hefur gefið út fjölda geisladiska og sungið í útvarpi og sjónvarpi. Félagar hennar í tríóinu eru hver um sig skapandi tónlistarmenn; hafa samið tónlist fyrir leikrit og kvikmyndir auk þess að kenna við tónlistarháskólann í Ingesund í Svíþjóð. Sunnudaginn 15. júlí er von á þremur ungum listamönnum, sem enn eru í námi, en hafa þegar vakið talsverða athygli fyrir frábæran hljóðfæraleik. Þetta eru þau Grímur Helgason klarínettleikari, Greta Salóme Stefánsdóttir fiðluleikari og Hákon Bjarnason píanóleikari. Grímur lauk prófi frá Listaháskóla Íslands sl. vor en hin tvö stunda enn nám við skólann. Verkin á efnisskránni eru eftir Bartók, Stravinskí, Katsjatúrían og fleiri. Fimmtudagskvöldið 26. júlí er enn von á þremur listamönnum, sem halda tónleika undir yfirskriftinni Söngvar kvölds og morgna. Hér er um að ræða söngvarahjónin Þóru Einarsdóttur sópran og Björn Jónsson tenór, en meðleikari þeirra er Ísfirðingurinn Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Á tónleikunum verða flutt tónverk eftir Robert Schumann, Richard Strauss og Edward Grieg. Í ágúst verða tvennir tónleikar á sumardagskrá Hamra. Hin unga ísfirska sópransöngkona Herdís Anna Jónasdóttir mun halda tónleika ásamt Sigríði Ragnarsdóttur píanóleikara, en dagsetningin hefur ekki verið fastákveðin. Á dagskránni verða ljóðasöngvar og aríur, en Herdís Anna stundar nú framhaldsnám við Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Síðustu sumartónleikarnir í Hömrum verða miðvikudagskvöldið 22. ágúst undir yfirskriftinni Dívan og djassmaðurinn. Það eru þau Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Sigurður Flosason saxófónleikari sem ætla að leika sér með þekkt íslensk sönglög og þjóðlög í óvenjulegri samsetningu. Þessir tónleikar eru jafnframt fjórðu og síðustu áskriftartónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar á starfsárinu 2006-2007 og eru haldnir í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna. Ekki er hægt að segja annað en að sumardagskrá tónlistarsalarins Hamra á Ísafirði sé metnaðarfull og fjölbreytt og ættu Vestfirðingar ekki að vera í vandræðum með að bjóða gestum og gangandi með sér á menningarviðburði yfir sumartímann. Þegar hefur mikil dagskrá verið í Hömrum, en nýverið lauk tónlistarhátíðinni Við Djúpið, með fjölda tónleika og annarra viðburða. Sóttu bæði heimamenn og ferðamenn viðburði hátíðarinnar ákaflega enda voru þeir vel flestir á heimsmælikvarða með sellósnillinginn Erling Blöndal Bengtsson og hinn frábæra píanóleikara Vovka Stefán Ashkenazy í broddi fylkingar. Síðustu dagana í júní stendur svo yfir einleikjahátíðin Act alone, sem fer að miklu leyti fram í Hömrum. Þetta er eina leiklistarhátíðin sem öðlast hefur fastan sess á Íslandi og á dagskránni er fjöldi einleikja, námskeiða og fleiri viðburða.tinna@bb.is
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun