Lífið

Affleck hættur að reykja

Hættur að reykja Ben Affleck fékk nóg af sígarettum við tökur á síðustu kvikmynd sinni.
Hættur að reykja Ben Affleck fékk nóg af sígarettum við tökur á síðustu kvikmynd sinni. MYND/Getty
Ben Affleck hætti að reykja eftir að hann lék í nýjustu mynd sinni, Smokin‘ Aces. Í myndinni leikur hann mann sem vinnur við að leysa fólk út úr fangelsi gegn tryggingu. Sá er keðjureykingamaður og segist Affleck hafa fengið nóg af sígarettum í kjölfarið. „Ég reykti svona fimm pakka á dag meðan á tökum stóð. Eftir það fékk ég bara nóg, mig langaði ekki í fleiri sígarettur og hætti,“ segir hinn 34 ára gamli Affleck.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.