Var Renault að njósna um njósnara?NordicPhotos/GettyImages
Forráðamönnum Renault liðsins í Formúlu 1 hefur verið gert að mæta fyrir Alþjóða Bílasambandið og svara þar fyrir ásakanir sem komnar eru fram á hendur liðinu. Það er grunað um að hafa undir höndum trúnaðarupplýsingar frá liði McLaren sem sjálft var sektað um 100 milljónir dollara fyrir svipað brot í sumar.