Geir H. Haarde svarað Hálfdán Örnólfsoon skrifar 9. maí 2007 09:46 Er hægt að tala um slæma hagstjórn þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst um 60% á 10 árum? Þessari spurningu varpaði Geir Haarde fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýverið. Mér finnst með öllu ótækt að forsætisráðherra sé ekki ansað þegar hann varpar fram jafn mikilvægri spurningu og vil því leggja mitt að mörkum. Svar mitt við spurningu Geirs er já, því miður og fyrir því eru í meginatriðum þrjár ástæður. 1. Kaupmáttur sem á rót að rekja til gífurlegrar útlánaþenslu og skuldasöfnunar heimila er falskur og í raun ekkert annað en tilflutningur á kaupmætti frá framtíð til nútíðar. Stjórnvöld sem stuðla að slíku með losarabrag í peningamálastjórn geta hælt sér af veislugleði en ekki góðri hagstjórn. 2. Kaupmáttur sem á rót að rekja til skattalækkana í uppsveiflu er ágætur þangað til í ljós kemur í næstu niðursveiflu að grafið hefur verið undan tekjustoðum velferðarkerfisins. Ríkisstjórn sem ekki skilur samhengið á milli hagvaxtar og afkomu ríkissjóðs fær ekki háa einkunn fyrir hagstjórn. Nema auðvitað hjá þeim hópi frjálshyggjumanna sem enn halda á lofti hugmyndum Ronalds Reagan um ríkisfjármál. Hugmyndum sem Georg Bush eldri kallaði vúdúhagfræði eins og frægt er orðið. 3. Kaupmáttur sem byggist á ofmati á styrk íslensku krónunnar er rammfalskur og hefur í tilfelli okkar Íslendinga leitt til hrikalegs viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Íslenska krónan er leikfang spákaupmanna sem þessa dagana þóknast að halda henni í fáránlegum hæðum en geta án fyrirvara fleygt henni fyrir björg. Hverju ætla stjórnvöld, sem horft hafa á þetta ástand skapast án þess að lyfta fingri, að kenna um ef svo illa fer að gengi krónunnar hrapar um tugi prósenta? Hver mun axla ábyrgðina af verðbólgugusu og kaupmáttarskerðingu sem af sliku leiðir? Framsóknarmenn? Svar mitt við spurningu Geirs er í stuttu máli að aukinn kaupmáttur og slæm hagstjórn geti hæglega farið saman og hafi svo sannarlega gert það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinn aukni kaupmáttur stafar því miður að litlu leyti af eflingu atvinnulífs. Hér hefur hins vegar verið haldin mikil og stjórnlaus veisla út á krít að hætti Sjálfstæðisflokksins. Reikningar munu berast og eru reyndar farnir að berast íslenskum heimilum í formi ört vaxandi greiðslubyrði af lánum. Hlutur húsnæðiskostnaðar í einkaneyslu hefur vaxið úr því að vera 17% af útgjöldum í 28% á síðustu 10 árum sem segir sína sögu. Þetta eru meðaltalstölur sem bendir til þess að fjölmörg heimili þurfi nú að verja helmingi eða jafnvel stærri hluta ráðstöfunartekna sinna til að halda þaki yfir höfuðið. Hinn stóraukni kaupmáttur hefur greinilega fundið sinn farveg. Íslenskir kjósendur verða nú að gera upp hug sinn. Vilja þeir að dúndurpartý Sjálfstæðisflokksins haldi áfram? Það eru svo sem ágætar líkur á því að það geti haldið áfram um sinn. Á meðan spákaupmönnum, erlendum og innlendum, sjá þóknast að fylla á bolluskálina með erlendu lánsfé. En svo koma timburmennirnir. Hinn möguleikinn er að gefa þessum veisluglaða flokki frí frá stjórnarstörfum og ráðrúm til að átta sig á þeim mun sem er á raunverulegri verðmætasköpun og pappírspýramídum spákaupmanna. Ég mæli eindregið með seinni kostinum. Það er kominn tími til að færa hagstjórnina í hendur ábyrgra aðila.Hálfdán Örnólfsson, Framhaldsskólakennari, hagfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að tala um slæma hagstjórn þegar kaupmáttur þjóðarinnar eykst um 60% á 10 árum? Þessari spurningu varpaði Geir Haarde fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins nýverið. Mér finnst með öllu ótækt að forsætisráðherra sé ekki ansað þegar hann varpar fram jafn mikilvægri spurningu og vil því leggja mitt að mörkum. Svar mitt við spurningu Geirs er já, því miður og fyrir því eru í meginatriðum þrjár ástæður. 1. Kaupmáttur sem á rót að rekja til gífurlegrar útlánaþenslu og skuldasöfnunar heimila er falskur og í raun ekkert annað en tilflutningur á kaupmætti frá framtíð til nútíðar. Stjórnvöld sem stuðla að slíku með losarabrag í peningamálastjórn geta hælt sér af veislugleði en ekki góðri hagstjórn. 2. Kaupmáttur sem á rót að rekja til skattalækkana í uppsveiflu er ágætur þangað til í ljós kemur í næstu niðursveiflu að grafið hefur verið undan tekjustoðum velferðarkerfisins. Ríkisstjórn sem ekki skilur samhengið á milli hagvaxtar og afkomu ríkissjóðs fær ekki háa einkunn fyrir hagstjórn. Nema auðvitað hjá þeim hópi frjálshyggjumanna sem enn halda á lofti hugmyndum Ronalds Reagan um ríkisfjármál. Hugmyndum sem Georg Bush eldri kallaði vúdúhagfræði eins og frægt er orðið. 3. Kaupmáttur sem byggist á ofmati á styrk íslensku krónunnar er rammfalskur og hefur í tilfelli okkar Íslendinga leitt til hrikalegs viðskiptahalla og erlendrar skuldasöfnunar. Íslenska krónan er leikfang spákaupmanna sem þessa dagana þóknast að halda henni í fáránlegum hæðum en geta án fyrirvara fleygt henni fyrir björg. Hverju ætla stjórnvöld, sem horft hafa á þetta ástand skapast án þess að lyfta fingri, að kenna um ef svo illa fer að gengi krónunnar hrapar um tugi prósenta? Hver mun axla ábyrgðina af verðbólgugusu og kaupmáttarskerðingu sem af sliku leiðir? Framsóknarmenn? Svar mitt við spurningu Geirs er í stuttu máli að aukinn kaupmáttur og slæm hagstjórn geti hæglega farið saman og hafi svo sannarlega gert það í stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Hinn aukni kaupmáttur stafar því miður að litlu leyti af eflingu atvinnulífs. Hér hefur hins vegar verið haldin mikil og stjórnlaus veisla út á krít að hætti Sjálfstæðisflokksins. Reikningar munu berast og eru reyndar farnir að berast íslenskum heimilum í formi ört vaxandi greiðslubyrði af lánum. Hlutur húsnæðiskostnaðar í einkaneyslu hefur vaxið úr því að vera 17% af útgjöldum í 28% á síðustu 10 árum sem segir sína sögu. Þetta eru meðaltalstölur sem bendir til þess að fjölmörg heimili þurfi nú að verja helmingi eða jafnvel stærri hluta ráðstöfunartekna sinna til að halda þaki yfir höfuðið. Hinn stóraukni kaupmáttur hefur greinilega fundið sinn farveg. Íslenskir kjósendur verða nú að gera upp hug sinn. Vilja þeir að dúndurpartý Sjálfstæðisflokksins haldi áfram? Það eru svo sem ágætar líkur á því að það geti haldið áfram um sinn. Á meðan spákaupmönnum, erlendum og innlendum, sjá þóknast að fylla á bolluskálina með erlendu lánsfé. En svo koma timburmennirnir. Hinn möguleikinn er að gefa þessum veisluglaða flokki frí frá stjórnarstörfum og ráðrúm til að átta sig á þeim mun sem er á raunverulegri verðmætasköpun og pappírspýramídum spákaupmanna. Ég mæli eindregið með seinni kostinum. Það er kominn tími til að færa hagstjórnina í hendur ábyrgra aðila.Hálfdán Örnólfsson, Framhaldsskólakennari, hagfræðingur
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar