Viðskipti erlent

Áframhaldandi samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði

Ekkert lát virðist vera á samdrætti og óróleika á bandarískum fasteignamarkaði. Framkvæmdir vegna nýbygginga drógust saman um 10,2 prósent í síðasta mánuði og þá fækkaði umsóknum um byggingaleyfi um 7,2 prósent.

Samdrátturinn tengist meðal annars auknum vanskilum á fasteignalánum en fjölmargir fasteignasjóðir Bandaríkjunum lentu í miklum vanda vegna þeirra í sumar. Það olli síðan óróleika á öllum helstu fjármálamörkuðum heims.

Sérfræðingar spá áframhaldandi samdrætti á bandarískum fasteignamarkaði og lækkandi húsnæðisverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×