Innlent

Opið í Hlíðarfjalli um helgina

Um 100 manns eru á skíðum í ágætisveðri í Hlíðarfjalli.
Um 100 manns eru á skíðum í ágætisveðri í Hlíðarfjalli. MYND/Hreiðar Júlíusson

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri er opið um helgina. Veður er hið besta, en hiti rétt við frostmark. Að sögn Guðmundar Karls Jónssonar forstöðumanns eru um 100 manns í brekkunum í dag. Hann þakkar kuldakasti síðustu daga og vikna fyrir að hægt sé að hafa opið þessa helgi.

Skíðafólk er hvatt til að vera snemma á ferðinni, því færið þyngist og snjórinn blotnar eftir því sem líður á daginn.

Á heimasíðu Hlíðarfjalls kemur einnig fram að flestum skíðasvæðum heims hafi nú verið lokað. Um 49 þúsund manns hafa notið góðrar skíðavertíðar í fjallinu þar sem opið var 139 daga í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×