Viðskipti erlent

Apple kynnir nýjan iPod

Nýr iPod nano verður ferkantaðri en forverinn.
Nýr iPod nano verður ferkantaðri en forverinn. MYND/Reuters
Snertiskjár og þráðlaus netaðgangur eru meðal þess sem mun prýða nýjustu útgáfu Ipod spilarans vinsæla. Steve Jobs, forstjóri Apple, kynnti gripinn á fjölmiðlafundi í gær. Af sérstakri hógværð lýsti Jobs spilaranum sem ,,ótrúlegum" og kallaði hann eitt sjö undra veraldar.

Á sama fundi tilkynnti Jobs að verð á 8 gígabæta iPhone-síma yrði lækkað um sem samsvarar um þrettán þúsund krónum, niður í 399 dollara, eða rúmar 25 þúsund krónur.

Spilarinn mun fást í tveimur útgáfum, ýmist með 8, eða 16 gígabætum af minni. Notendur spilarans geta vafrað með Safari vafranum og keypt tónlist í innbyggðri iTunes verslun. Þá verða sérstakir takkar á skjánum sem flytja notendur beint á myndbandasíðuna YouTube eða leitarvélarnar Google eða Yahoo.

Apple ætlar að setja nýjar útgáfur af öllum Ipod spilurum sínum á markað. Stóri Ipodinn verður framvegis einungis fáanlegur með 80 eða 160 gígabæta minni. Ipod Nano verður ferkantaðri en nú er, með meira minni, og mun styðja myndbönd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×