Konur í auglýsingum 4. júlí 2007 06:00 Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunnarlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskapítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mikilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvígur slíku. Því mætti halda að kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kynbundinn aðstöðu- og launamunur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga.Þingað um málið í EvrópuráðinuEnn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðsins og á þinginu sjálfu sem undirritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kvenímyndin er notuð í auglýsingum.Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið léttvægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kvenlíkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótalmörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin er að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað.Er vilji til breytinga?Rétt eins og umræður um umhverfislega ábyrgð fyrirtækja, viðskiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðsins, þá verður siðferðileg og félagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, viðskiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna.Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar.Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurninguna um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfnum rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnulífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birtingarmynd hinna raunverulegu viðhorfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur.Vöknum til vitundarHvernig kynin eru sýnd í fjölmiðlum skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynjanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef konur eru ævinlega sýndar sem hlutir og skrautmunir hlýtur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel annarra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtingamyndir hafa áhrif á launamuninn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af alvöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi.Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félagasamtökum sem unnið hafa mikilvægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karllægu viðhorf sem viðhalda forréttindum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á endanum skila sér í réttlátara samfélagi fyrir alla, konur og karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Nú á tímum hnattvæðingar stýra margar og mótsagnakenndar tilhneigingar framvindu mála. Sem betur fer birtist okkur vaxandi umhverfisvitund í ýmsum myndum en um leið er miskunnarlaus gróðahyggja drifkraftur í hinu alþjóðlega viðskiptalífi, eins konar hnattvæddur græðgiskapítalismi. Svipaða sögu má segja af baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Í orði kveðnu viðurkenna allar hugsandi manneskjur mikilvægi þess að tryggja jafnrétti, ekki aðeins í orði heldur í reynd, enginn rís upp og segist andvígur slíku. Því mætti halda að kvenfrelsi og jafnrétti kynjanna væri á næsta leiti en svo er því miður ekki. Flestir viðurkenna að kynbundinn aðstöðu- og launamunur er óverjandi hneisa og ekkert annað en brot á mannréttindum og skerðing á frelsi kvenna. Hversu djúpt sannfæringin ristir hjá hverjum og einum, hvað menn eru tilbúnir til að gera þegar á reynir til að bæta ástandið, er önnur saga.Þingað um málið í EvrópuráðinuEnn vandast málin þegar út í önnur og óbeinni birtingarform karla- eða feðraveldisins kemur. Eitt slíkt var á dagskrá fundar jafnréttisnefndar þingmannasamkomu Evrópuráðsins og á þinginu sjálfu sem undirritaður sótti í síðustu viku, þ.e.a.s. hvernig kvenlíkaminn eða kvenímyndin er notuð í auglýsingum.Margir, og þar á meðal sumir ræðumanna á Evrópuþinginu, ypptu öxlum og töldu málið léttvægt, jafnvel að það ætti ekki heima undir hatti umræðna um jafnréttisbaráttu kynjanna. Aðrir, og þar á meðal undirritaður, urðu til að benda á að óviðeigandi og jafnvel auðmýkjandi notkun kvenlíkamans er einmitt birtingarform niðurlægjandi viðhorfa í karllægu samfélagi. Dæmi um slíkt eru ótalmörg, nægir að nefna auglýsingar, þar sem fáklæddar konur og ungar stúlkur eru notaðar sem hlutir til að fanga athygli þeirra sem ætlunin er að selja bifreiðar eða veiðiútbúnað.Er vilji til breytinga?Rétt eins og umræður um umhverfislega ábyrgð fyrirtækja, viðskiptalífsins og samfélagsins alls þurfa að ná dýpra en til yfirborðsins, þá verður siðferðileg og félagsleg ábyrgð og virðing fyrir frelsi og réttindum kvenna að rista dýpra en nú er. Mikilvægt er að stefna og viðhorf ríkisstjórna, viðskiptalífsins og samfélagsins taki til hvers kyns brota gegn jafnrétti kynjanna, beinna sem óbeinna.Til að ná fram kvenfrelsi og þar með jafnrétti kynjanna þarf fyrst og fremst hugarfarsbreytingu, þótt einnig sé nauðsynlegt að beita jafnréttislögum, ákvæðum um auglýsingar í samkeppnislögum, siðareglum og öðrum þeim tækjum sem til er að dreifa í þessum anga jafnréttisbaráttunnar.Það er áhyggjuefni hversu litlu áralöng barátta fyrir jafnrétti kynjanna á Vesturlöndum hefur skilað. Þrátt fyrir lagasetningu, rannsóknir og aukna meðvitund lætur hugarfarsbreytingin á sér standa. Það vekur upp spurninguna um viljann: er það í raun vilji samfélagsins að konur nái jöfnum rétti á við karla? Ef við viljum það í raun er nauðsynlegt að skoða allt samfélagið: sjálfstæði kvenna og velferð, stöðu þeirra í atvinnulífinu, kjaramálin, stöðu þeirra á heimilunum, kynbundið ofbeldi, og valdahlutföllin. Þá eru ótaldar staðalímyndirnar, sem eru birtingarmynd hinna raunverulegu viðhorfa sem karlasamfélagið fóstrar og viðheldur.Vöknum til vitundarHvernig kynin eru sýnd í fjölmiðlum skiptir miklu máli fyrir viðhorf okkar gagnvart hlutverkum kynjanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu. Ef konur eru ævinlega sýndar sem hlutir og skrautmunir hlýtur það að síast inn í vitund okkar. Að sama skapi eru karlar oftar en ekki sýndir sem gerendur er hafi vald yfir eigin lífi og jafnvel annarra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessar klisjukenndu birtingamyndir hafa áhrif á launamuninn, ofbeldið og kynbundin völd, þess vegna ætti okkur ekki að vera neitt að vanbúnaði að takast af alvöru á við að uppræta innrætingu af þessu tagi.Sem betur fer eru skaðleg áhrif staðalmynda kynjanna orðin hluti af pólitískri umræðu og það mun sennilega fara vaxandi næstu ár ef það er raunverulegur vilji okkar að breyta stöðu kvenna í samfélaginu. Stjórnmálaflokkarnir hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í þessari baráttu og nauðsynlegt að þeir tengist þeim frjálsu félagasamtökum sem unnið hafa mikilvægt starf í þágu kvenfrelsis og jafnréttismála. Nauðsynlegt er að vekja áhuga sem flestra og virkja félags- og menningarlíf, fjölmiðla, menntakerfi og vinnumarkaðinn allan. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að afnema þau karllægu viðhorf sem viðhalda forréttindum karla í samfélaginu. Í því augnamiði ber að færa aukin áhrif og völd til kvenna, sem mun á endanum skila sér í réttlátara samfélagi fyrir alla, konur og karla.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun