Vaxtalækkun gæti orðið skarpari 4. júlí 2007 05:00 Óli Kristján Ármannsson skrifar Ekki eru taldar líkur á að möguleg ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda eða 80 prósenta þak á hámarkslán Íbúðalánasjóðs komi til með að hafa áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem kynnt verður á morgun, fimmtudag. Sérfræðingar telja þó sumir hverjir að hjöðnunaráhrif í hagkerfinu af þessu tvennu gætu orðið til þess að stýrivextir lækki hraðar en ella þegar tekin verður ákvörðun um að hefja lækkunarferli þeirra. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir þó ljóst Seðlabankinn muni ekki lækka vexti fyrr en hann sjái enn skýrari merki um samdrátt í hagkerfinu. „En við höfum spáð vaxtalækkun í nóvember og teljum það enn líklegt," segir hann. Verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð aflaheimilda segir Ásgeir að megi meta það sem eitt prósent af hagvexti á næsta ári. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að komi til mikils samdráttar í aflaheimildum megi einnig gera ráð fyrir mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins til að bæta stöðu þeirra sveitarfélaga sem mest finni fyrir niðurskurðinum. Þar með myndi fyrsta kastið draga úr þensluhamlandi áhrifum niðurskurðarins og því ólíklegt að Seðlabankinn bregðist hratt við fregnunum, heldur bíði og sjái hver áhrifin til lengri tíma verði. Aukinheldur segir hann Seðlabankann ekki hafa í áætlunum sínum gert ráð fyrir þeirri endurlífgun sem verið hefur á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og myndi sú þensla því jafna út áhrif af mögulegu þaki á útlán Íbúðalánasjóðs. „Menn bregðast ekki mjög snöggt við breytingum í Seðlabankanum, enda ekki ástæða til vegna þess að áhrifanna gætir ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár," segir Lúðvík. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, gerir sömuleiðis ekki ráð fyrir að Seðlabankinn breyti út af fyrri áætlunum á fimmtudag, þótt sjálfsagt setji hann inn í efnahagsspá sína fráviksspá með skerðingu á aflaheimildum og fjalli um möguleg áhrif hennar. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir ákvörðun um óbreytta stýrivexti á morgun. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Ekki eru taldar líkur á að möguleg ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda eða 80 prósenta þak á hámarkslán Íbúðalánasjóðs komi til með að hafa áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem kynnt verður á morgun, fimmtudag. Sérfræðingar telja þó sumir hverjir að hjöðnunaráhrif í hagkerfinu af þessu tvennu gætu orðið til þess að stýrivextir lækki hraðar en ella þegar tekin verður ákvörðun um að hefja lækkunarferli þeirra. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir þó ljóst Seðlabankinn muni ekki lækka vexti fyrr en hann sjái enn skýrari merki um samdrátt í hagkerfinu. „En við höfum spáð vaxtalækkun í nóvember og teljum það enn líklegt," segir hann. Verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð aflaheimilda segir Ásgeir að megi meta það sem eitt prósent af hagvexti á næsta ári. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að komi til mikils samdráttar í aflaheimildum megi einnig gera ráð fyrir mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins til að bæta stöðu þeirra sveitarfélaga sem mest finni fyrir niðurskurðinum. Þar með myndi fyrsta kastið draga úr þensluhamlandi áhrifum niðurskurðarins og því ólíklegt að Seðlabankinn bregðist hratt við fregnunum, heldur bíði og sjái hver áhrifin til lengri tíma verði. Aukinheldur segir hann Seðlabankann ekki hafa í áætlunum sínum gert ráð fyrir þeirri endurlífgun sem verið hefur á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og myndi sú þensla því jafna út áhrif af mögulegu þaki á útlán Íbúðalánasjóðs. „Menn bregðast ekki mjög snöggt við breytingum í Seðlabankanum, enda ekki ástæða til vegna þess að áhrifanna gætir ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár," segir Lúðvík. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, gerir sömuleiðis ekki ráð fyrir að Seðlabankinn breyti út af fyrri áætlunum á fimmtudag, þótt sjálfsagt setji hann inn í efnahagsspá sína fráviksspá með skerðingu á aflaheimildum og fjalli um möguleg áhrif hennar. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir ákvörðun um óbreytta stýrivexti á morgun.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Sjá meira