Viðskipti erlent

Microsoft tapar áfrýjunarmáli sínu

Bill Gates: Microsoft þarf að veita aðgang að stýrikerfi sínu.
Bill Gates: Microsoft þarf að veita aðgang að stýrikerfi sínu.

Microsoft hefur tapað áfrýjun sinni fyrir Evrópudómstólnum en fyrirtækið var dæmt fyrir að hafa misnotað ráðandi markaðsstöðu sína í Evrópu árið 2004.

Samkvæmt úrskurði dómstólsins skal Microsoft borga 80% af lögfræðikostnaðinum og 80% af sakarkostnaðinum fyrir dómstólnum. Þar að auk skal fyrirtækið veita samkeppnisaðilum sínum aðgang að stýrikerfi sínu. Þar með er sektarkostnaður Microsoft vegna málsins kominn í tæplega 70 milljarða kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×