Viðskipti erlent

Töluverð lækkun á Wall Street

Kauphöllin á Wall Street.
Kauphöllin á Wall Street.

Hlutabréf féllu í Kauphöllinni á Wall Street í dag eftir að tilkynnt var um 25 punkta lækkun stýrivaxta þar í landi. Margir fjárfestar höfðu búist við enn meiri lækkun stýrivaxta og því er talið að fall hlutabréfanna megi rekja til óánægju með ákvörðun Seðlabankans. Dow Jones vísitalan féll um 294.26 punkta, eða um 2,14%. Standard & Poor's féll um 38.33 stig eða 2,53% og Nasdaq féll um 66.60 punkta eða 2,45%, samkvæmt Reuters fréttastofunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×