Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum 5. mars 2007 15:21 Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,28 prósent skömmu eftir opnun markaða. Nasdaq-vísitalan um 0,11 prósent en S&P 500 um 0,05 prósent. Vísitölurnar döluðu lítið eitt skömmu síðar. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í síðustu viku eftir fall á kínverska fjármálamarkaðnum. Dow Jones fór niður um 4,2 prósent, Nasdaq lækkaði um 5,9 prósent og S&P 500 vísitalan lækkaði um 4,4 prósent. Önnur eins lækkun hafði ekki sést vestanhafs í fjögur ár, að sögn greinenda. Ýmsir þættir áttu hlut að máli auk lækkunarinnar í Kína, þar á meðal kólnandi fasteignamarkaður í Bandaríkjunum, hækkandi heimsmarkaðsverð á hráolíu, hiti í kjarnorkudeilu bandarískra stjórnvalda og Írana. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, að hann teldi bandaríska hagkerfið í góðum gír og bætti við, að þótt lækkanir yrðu á mörkuðunum myndi það ekki vara að eilífu, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega. Dow Jones-vísitalan hækkaði um 0,28 prósent skömmu eftir opnun markaða. Nasdaq-vísitalan um 0,11 prósent en S&P 500 um 0,05 prósent. Vísitölurnar döluðu lítið eitt skömmu síðar. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í síðustu viku eftir fall á kínverska fjármálamarkaðnum. Dow Jones fór niður um 4,2 prósent, Nasdaq lækkaði um 5,9 prósent og S&P 500 vísitalan lækkaði um 4,4 prósent. Önnur eins lækkun hafði ekki sést vestanhafs í fjögur ár, að sögn greinenda. Ýmsir þættir áttu hlut að máli auk lækkunarinnar í Kína, þar á meðal kólnandi fasteignamarkaður í Bandaríkjunum, hækkandi heimsmarkaðsverð á hráolíu, hiti í kjarnorkudeilu bandarískra stjórnvalda og Írana. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, að hann teldi bandaríska hagkerfið í góðum gír og bætti við, að þótt lækkanir yrðu á mörkuðunum myndi það ekki vara að eilífu, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira