Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum.
Fasteignamarkaðurinn vestanhafs hefur kólnað nokkuð á síðasta ári. Bankinn varð því að afskrifa talsvert magn lána þar í landi. Upphæðin jafngildir rúmlega 700 milljónum íslenskra króna sem er 20 prósentum meira en gert hafði verið ráð fyrir.