Viðskipti erlent

Milljón í sekt

Sund þurfa að greiða eina milljón króna í sekt fyrir að hafa ekki orðið við ítrekaðri beiðni Samkeppniseftirlitsins um gögn vegna rannsóknar á viðskiptum með hlutabréf í Glitni banka um miðjan maí á þessu ári.

Í tilkynningu eftirlitsins kemur fram að félagið hafi ekki svarað ítrekaðri gagnbeiðni fyrr en 25. júlí.

„Með því hafa Sund brotið gegn skyldu til þess að verða við gagnabeiðni Samkeppniseftirlitsins en samkvæmt 37. gr. samkeppnislaga leggur Samkeppniseftirlitið sekt á félög sem brjóta gegn skyldu til þess að afhenda gögn,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×