Viðskipti innlent

Marorka færir út kvíarnar

Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, og Fritz Hauff, forstjóri Aquametro, skrifa undir samstarfssamning.
Jón Ágúst Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Marorku, og Fritz Hauff, forstjóri Aquametro, skrifa undir samstarfssamning. VALLI

Hátæknifyrirtækið Marorka og svissneska fyrirtækið Aqua­metro hafa gert með sér samstarfssamning um markaðssetningu á eldsneytisstjórnunarkerfi fyrir skip. Skrifað var undir samstarfssamninginn á föstudaginn var. Eldsneytis­stjórnunarkerfið er staðlað kerfi sem hentar öllum tegundum skipa sem ganga fyrir svartolíu.

Í fréttatilkynningu frá Marorku segir að með tilkomu samningsins opnist ný og spennandi markaðssvæði fyrir Marorku sem í dag starfar á Íslandi, í Noregi og Danmörku. Hingað til hafi fyrirtækið einbeitt sér að markaðssetningu orkustjórnunarkerfa til skipaútgerða við Norður-Atlantshaf. Samstarfið við Aquametro opni aftur á móti leið fyrir Marorku að skipasmíðastöðvum í Asíu. Þá muni Aquametro framvegis notast við hugbúnað frá Marorku við markaðssetningu allra kerfislausna sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×