Viðskipti erlent

Tesco náði Dobbies

Breskir fjölmiðlar segja að þótt Tesco hafi tryggt sér meirihluta bréfa í garðvörukeðjunni Dobbies geti skoski auðkýfingurinn Tom Hunter velgt meirihlutaeigendum undir uggum.
Breskir fjölmiðlar segja að þótt Tesco hafi tryggt sér meirihluta bréfa í garðvörukeðjunni Dobbies geti skoski auðkýfingurinn Tom Hunter velgt meirihlutaeigendum undir uggum.

Yfirtökubaráttu um skosku garðvörukeðjuna Dobbies Garden Centres er lokið en breski verslanarisinn Tesco hefur tryggt sér 23,5 prósent hlutabréfa í henni. Þetta kemur til viðbótar 29,6 prósenta hlut sem Tesco á fyrir.

Breskir fjölmiðlar hafa eftir Terry Leahy, forstjóra Tesco, að hann væri himinlifandi og sæi loks fram á að ýta þeim áætlunum úr vör sem verslanakeðjan lagði upp með þegar tilboð í Dobbies upp á rúmar 155 milljónir punda, 20 milljarða króna, var gert í júní.

Skoski auðkýfingurinn Tom Hunter, sem situr á tæpum þriðjungi bréfa í Dobbies, hefur verið andsnúinn áformum Tesco frá upphafi og áformaði að gera sjálfur gagntilboð. Hunter á sjálfur tvær garðvörukeðjur í félagi við Baug. Þótt Hunter hafi dregið sig úr baráttunni ætlar að hann að halda fast í hlutabréf sín og er talið að hann geti velgt Tesco undir uggum á hluthafafundum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×