Hátíðarveisla fyrir fiskunnendur 31. maí 2007 07:00 Í tilefni af Hátíð hafsins bjóða tíu veitingastaðir í miðborginni upp á sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. MYND/GVA Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði. Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist
Hátíð hafsins gengur í garð um helgina og við Reykjavíkurhöfn verður mikið um að vera. Í tilefni af hátíðinni verða tíu veitingastaðir í miðborginni með sérstaka matseðla helgaða fiskiveislu. Þeir eru Við Tjörnina, Hornið, Apótekið, Einar Ben, Salt, Þrír frakkar, Fjalakötturinn, Tveir fiskar, Vín og skel og DOMO. Allir matseðlar eru undir 5.000 krónum. Fiskiveislan mæltist vel fyrir í fyrra, þegar hún var haldin í fyrsta sinn. Á matseðlum veitingahúsanna má finna rétti á borð við hunangsgljáðan íslenskan demantssmokkfisk, engifermarineraðan hlýra og pestóhjúpaðan steinbít með humarsósu, svo örfáir réttir séu nefndir. Utan fiskiveislunnar munu veitingastaðir við höfnina bjóða gestum og gangandi sérstök tilboð. Þar á meðal eru Icelandic fish and chips, Sushismiðjan, Sjávarbarinn og Sægreifinn, sem býður rómaða humarsúpu sína á hátíðartilboði.
Mest lesið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist