Viðskipti erlent

Danir slá met í notkun auglýsinga á netinu

Danir nota sífellt meira fé til að kaupa auglýsingapláss á netsíðum þar í landi. Í ár hafa öll fyrri met verið slegin en auglýsingamagnið er 69% meira en á sama tíma í fyrra.

Það eru einkum svokallaðar borðaauglýsingar sem eru vinsælar hjá Dönum. Það sem af er árinu hafa þær selst fyrir 185 milljónir dkr. eða um tvo milljarða kr.

Samband danskra netmiðla FDIM hefur tekið saman upplýsingar um netauglýsingar og þar á bæ reikna menn með að þeim muni stöðugt fjölga á næstu árum.

"Það eru engin teikn á lofti um að toppinum sé náð," segir Christian Peytz hjá FDIM. "Tölur frá október sýna að fleiri netsíður settu met í magni á auglýsingum hjá sér."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×