Að hlúa að sprotum Árni Páll Árnason skrifar 15. júlí 2007 00:01 Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar